Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Trump vill refsitolla
Mynd / Sunday Express
Fréttir 16. ágúst 2018

Trump vill refsitolla

Höfundur: ehg / Bondebladet
Donald Trump, forseti Banda­ríkjanna, vill setja refsitolla á spænska ólífubændur vegna þess að þeir þiggja styrki frá Evrópusambandinu. Evrópusambandið bregst harðlega við þessum aðgerðum og segir ákvörðunina vera óásættanlega. 
 
Ameríska verslunarráðuneytið hefur samþykkt að setja á refsitolla á spænskar ólífur vegna þess að spænskir ólífubændur fá stuðning og selja ólífurnar á lægra verði en sanngjarnt er að mati bandarískra stjórnvalda. Refsitollurinn verður á bilinu 7–27 % og hefur spænski landbúnaðarráðherrann, Luis Planas, sagt fyrirætlanirnar mjög ósanngjarnar. Aðgerðirnar eru hluti af stefnu Trump í að auka útflutning á vörum frá Bandaríkjunum og á sama tíma minnka innflutning vara. 
 
Hin þverpólitíska alþjóðlega verslunarnefnd Bandaríkjanna (ITC) mun taka lokaákvörðun í málinu þann 24. júlí næstkomandi og ef það staðfestir að innflutningur frá Spáni skaði eða ógni framleiðslu í heimalandinu mun refsitollurinn verða settur á. Virði ólífuinnflutnings frá Spáni til Bandaríkjanna á síðasta ári voru rúmir 7 milljarðar íslenskra króna. Evrópusambandið segir aðgerðirnar ekki brjóta í bága við reglur Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO), en samt sem áður hefur Trump ekki leyfi til að leggja á aukarefsitolla út frá alþjóðlegum reglugerðum. Þegar Trump ásakar Evrópusambandið fyrir að styðja sína bændur verður hann að gera sér grein fyrir því að það er einnig gert í Bandaríkjunum og að amerískir bændur eru margir hverjir stórir útflytjendur. Fram til 24. júlí ríkir þó alger óvissa í málinu og geta spænskir bændur lítið aðhafst í málinu fram að þeim tíma. 
 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...