Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Trú og tölfræði
Skoðun 20. mars 2014

Trú og tölfræði

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Það hefur verið einkennilegt að fylgjast með umræðum í fjöl­miðlum og í netheimum að undan­förnu um mál sem virðast vera orðin að kennisetningum nýrrar trúarhreyfingar sem hefur gert fyrirbærið ESB að leiðtoga lífs síns. Ekki er annað að sjá en hluti af trúarjátningunni felist í því að hallmæla íslenskum bændum og tala niður íslenskan landbúnað hvenær sem tækifæri gefst.

Samhangandi endalausu trúboðs-hjali hafa verið afar neikvæð skrif hagfræðiprófessors um íslenskan landbúnað. Ekki er annað að sjá en að hann, líkt og trúsystkini hans, sé í sérstakri herför gegn einni grein atvinnulífsins sem hefur það helst til saka unnið að framleiða mat fyrir íslensku þjóðina og ferðamenn.

Þó að tölfræði ætti að vera hagfræðiprófessor heilagri en flest annað hefur margoft verið sýnt fram á rangfærslur hans í talnameðferð og stundum hreinar ágiskanir, væntanlega til að þóknast málstaðnum.

Maður skyldi ætla að prófessor sem starfar við æðstu menntastofnun Íslends hefði það að markmiði að leiðbeina fólki til að gera hlutina betur í ljósi vitneskju sinnar. Því bæri mjög að fagna skrifum slíks manns sem innleggi í uppbyggilega umræðu um úrbætur í landbúnaðarmálum. Eftir því hafa forsvarsmenn bænda einmitt kallað og núverandi formaður Bændasamtaka Íslands hefur margítrekað að hann sé tilbúinn til viðræðna um endurskoðun landbúnaðarkerfisins.
Því miður hafa skrifin hins vegar einkennst af undarlegri heift út í íslenskan landbúnað í heild sinni. Ábendingar um úrbætur eru þar vandfundnar þó að ekki fari hjá því að í öllum þessum skrifum finnist stundum gagnrýniskorn sem eigi fullkomlega rétt á sér.

Prófessorinn gagnrýnir harðlega landbúnaðarkerfi sem stutt sé af beingreiðslum og tollvernd. Hann telur miklu hagkvæmara að flytja inn allar landbúnaðarvörur. Þær á þó ekki að flytja inn frá vandfundnu ríki sem ekki hefur slíkt stuðningskerfi, heldur frá ríkisstyrktum landbúnaði Evrópusambandsins. Nýju trúar-brögðin byggja svo á því að Íslendingar kaupi sér aðild að ESB og borgi í ljósi efnahags þjóðarinnar miklu meira í styrkjakerfi þess en þeir gera í dag.

Gagnrýni er nauðsynleg í nútímaþjóðfélagi en lágmarkskrafa er að hún sé þá byggð á þekkingu en ekki sleggjudómum um það sem verið er að gagnrýna. Sér í lagi ef gagnrýnandinn er hámenntaður í hagfræði. 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...