Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Smásjármynf af Tritrichomonas foetus
Smásjármynf af Tritrichomonas foetus
Mynd / wikipedia.org
Fréttir 26. janúar 2022

Tritrichomonas greindist í ketti

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sníkjudýrið Tritrichomonas foetus greindist nýverið í fyrsta sinn á Íslandi, í sýni úr ketti. Sníkjudýrið getur valdið krónískum niðurgangi í köttum. Ólíklegt er að sú gerð sníkjudýrsins sem lifir í köttum geti valdið sýkingum í öðrum dýrum og það er almennt ekki talið hættulegt fólki.

Í tilkynningu á heimasíðu Mast segir að saursýni úr ketti með krónískan niðurgang hafi nýlega verið sent til rannsóknar á rannsóknarstofuna „Finn Pathologist“ í Bretlandi frá Gæludýraklíníkinni í Reykjavík.

Í sýninu greindist meðal annars sníkjudýrið Tritrichomonas foetus sem er svipudýr, einfrumungur af ættbálki protozoa. Matvælastofnun hefur ekki áður borist tilkynning um greiningu á þessu sníkjudýri hér á landi.

Sníkjudýrið er þekkt sem orsakavaldur að krónískum niðurgangi í köttum. Annað afbrigði af sníkjudýrinu sem ber sama heiti veldur fósturláti í kúm snemma á meðgöngu. Fósturlát af völdum T. foetus er tilkynningarskyldur smitsjúkdómur í nautgripum hér á landi, en hefur aldrei greinst. Sníkjudýrið í köttum er frábrugðið því sem finnst í kúm og ekki er talið að kettir beri smit í nautgripi.

Enn ein gerð af þessu sníkjudýri, sem kallast Tritrichomonas suis finnst í svínum, og þá gjarnan í nefholi eða meltingarvegi. Út frá rannsóknum á genamengi T. suis er það mun líkara T. foetus í nautgripum, en því afbrigði sem finnst í meltingarvegi katta. T. suis hefur aldrei greinst hér í landi.

Í örfáum tilvikum hefur Tritrichomonas foetus greinst í fólki erlendis og hefur þá verið um að ræða fólk með ónæmisbælingu af einhverjum orsökum.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...