Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Úr Skorradal.
Úr Skorradal.
Mynd / Hlynur Gauti Sigurðsson
Á faglegum nótum 2. nóvember 2021

TreProX Erasmusverkefni – Íslandsheimsókn

Vikuna 10.–16. október var haldið vikunámskeið á vegum Erasmus­verkefnisins TreProX. Það fjallar um viðargæði og staðla þar að lútandi, sem og aðferðir til að hámarka gæði timburs með viðeigandi aðgerðum á uppeldis­tíma skóga. Sam­starfs­aðilar í verkefninu eru Landbúnaðar­háskóli Íslands, Skógræktin, Trétækni­ráðgjöf, Kaupmanna­hafnarháskóli og Linne­háskóli í Svíþjóð.

Alls voru um 40 þátttakendur á námskeiðinu, frá Íslandi, Svíþjóð, Danmörku, Nýja-Sjálandi, Nepal og Kína. Dagskráin var fjölbreytt, fyrstu tvo dagana var dvalið í Borgarfirðinum, á Hvanneyri þar sem fram fóru fyrirlestrar og svo var farið í skoðunarferðir báða dagana, annars vegar í Skorradal og hins vegar í Norðtunguskóg. Á báðum stöðum tóku starfsmenn Skógræktarinnar á móti hópnum og fræddu þátttakendur um skógrækt viðkomandi svæða.

Á þriðja degi námskeiðsins færði hópurinn sig yfir á höfuðborgarsvæðið og hóf daginn á Mógilsá. Í fyrirlestrum þar var farið yfir stöðu íslenskrar skógræktar, sögulegar staðreyndir og helstu áskoranir fagsins í framtíðinni. Eftir fleiri fyrirlestra var haldið í Heiðmörk þar sem starfsmenn Skógræktarfélags Reykjavíkur tóku á móti hópnum og fóru með í skoðunarferð. Þá var haldið austur í Ölfus þar sem hópurinn gisti í framhaldinu.

Síðustu tvo dagana var röðin komin að námskeiði í viðskiptaflokkun á timbri. Bóklegi hlutinn fór fram á Reykjum í Ölfusi og verklegar æfingar á starfsstöð Skógræktarinnar i Þjórsárdal. Segja má að efni námskeiðsins hafa spannað skógrækt frá fræi til fjalar og nú, þegar íslenskir skógar eru margir hverjir fullsprottnir, er mikilvægt að byggja upp þekkingu í landinu á meðferð og framleiðsluferli viðar og annarra skógarafurða þannig að hægt sé að tryggja gæði og góða nýtingu á öllum stigum skógræktarinnar.

Námskeiðið var mjög vel heppnað og voru þátttakendur ákaflega ánægðir með heimsóknina til Íslands. Næstu námskeið í verkefninu verða í Svíþjóð í júní 2022 og Danmörku í september 2022.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...