Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Trefjar úr laufblöðum ananasplöntunnar eru hengdar upp og þurrkaðar áður en þær fara í lokavinnsluferli til Spánar.
Trefjar úr laufblöðum ananasplöntunnar eru hengdar upp og þurrkaðar áður en þær fara í lokavinnsluferli til Spánar.
Á faglegum nótum 18. maí 2018

Trefjar úr ananaslaufblöðum í nytjahluti

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir
Frumkvöðullinn og doktorinn Carmen Hijosa þróaði vörumerkið Piñatex® fyrir sjö árum í rannsóknarskyni. Hún er sérfræðingur í leðurvörum og var við ráðgjöf á Filippseyjum upp úr 1990 þegar henni blöskraði umhverfisáhrifin sem leðurframleiðsla og litun með kemískum efnum höfðu.
 
 Carmen vissi að PVC-efni voru ekki lausnin svo hún var staðráðin í að kanna sjálfbærari aðferðir. Áður en langt um leið hafði hún þróað náttúrulega vefnaðarvöru sem búin er til úr trefjum ananaslaufblaða og má því segja að um hliðarafurð í landbúnaði sé að ræða. 
 
Fyrirtæki Carmen, Ananas Anam, er nú þekkt víða um heim og þá sérstaklega innan tísku- og húsgagnageirans. Þegar hún hóf þessa ferð var Carmen innblásin af gnægð náttúrulegra auðlinda, þar á meðal notkun á plöntutrefjum í hefðbundnum vefnaði eins og í hinum fínofna Barong Tagalog-fatnaði. Carmen leitaðist því við að hanna nýja vefnaðarvöru sem var ekki ofin sem væri hægt að framleiða í viðskiptalegum tilgangi, skapa jákvæð félagsleg og efnahagsleg áhrif og viðhalda lágu umhverfisfótspori í gegnum líftíma þess.
 
Notað í skó, fatnað og áklæði í bíla
 
Eftir mikla hugmyndavinnu og þróun komst Carmen að því að trefjar í laufblöðum ananasplöntunnar var það sem hún var að leita að. Úr þeim gat hún framleitt leðurlíki á sjálfbæran hátt til viðbótar við það sem fyrir var á markaði. Hráefni sem áður var hent en er nú hægt að nýta og skapar störf í samfélögum þar sem landbúnaður er enn á þróunarstigi. Hér náði Carmen því að samhæfa sýn sína í eitt fyrir sjálfbærari framtíð sem tengir saman fólk, umhverfi og hagkerfi. Carmen hefur hlotið fjölda verðlauna um allan heim fyrir uppgötvun sína og er þekktur fyrirlesari. Í dag heldur hún áfram að þróa Piñatex®-vörulínu sína. 
 
Piñatex® er sem fyrr sagði búið til úr trefjum laufblaða ananasplöntunnar. Þessum laufblöðum var áður fyrr hent í ananasuppskerunni og er því hliðarafurð í landbúnaði. Hinum löngu trefjum úr blöðunum er náð út með sérstakri vél sem bændur á hverjum stað sinna og fá aukalega greitt fyrir. Þegar búið er að ná trefjunum úr laufblöðunum eru þau notuð sem næringarríkur áburður eða í lífeldsneyti svo ekkert fer til spillis við framleiðsluna. Trefjarnar fara í áframhaldandi vinnsluferli þar sem þeim er rúllað upp í stóra möskva sem unnið er frekar úr í þar til gerðum verksmiðjum á Spáni. Lokavaran, leðurlíkið Piñatex®,  er mjúkt og sveigjanlegt efni en um leið varanlegt. Frá Spáni er vörunni dreift frá fyrirtæki Carmen til hönnuða sem nota hana meðal annars í skó, tískufylgihluti, fatnað, í húsgagnaframleiðslu og sem áklæði í bíla sem dæmi. 

4 myndir:

Skylt efni: Trefjar | ananasblöð

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...