Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Tré fá bréf og tölvupóst
Fréttir 5. febrúar 2015

Tré fá bréf og tölvupóst

Höfundur: Vilmundur Hansen

Borgaryfirvöld  í Sydney í Ástralíu hafa auðkennt um 700 þúsund tré í borginni með númeri og gefa íbúum borgarinnar og öðrum færi á að senda trjánum bréf eða tölvupóst og fá svar „frá“ trénu.

Í bréfum og tölvupósti er hægt að forvitnast um hagi trjánna og hvernig þeim líður. Hver sé afstaða þeirra til pólitískra ádeilumála, aðhyllast þau ákveðna heimspekistefnu og hvernig á að vinna sig út úr flóknum fjölskyldumálum.

Útbúið hefur verið kort sem sýnir hvar trén er að finna í borginni þannig að fólk getur valið að tala við tré í sínu nágreni eða ef það vill fremur kynnast tré í öðrum bæjarhluta.

Auðkenning trjánna hefur einnig gert fólki mögulegt að koma á framfæri við borgaryfirvöld ef eitthvað bjátar á hjá trjánum til dæmis ef stórar greinar brotna, unnin eru á þeim skemmdarverk eða á þau herja plágur.

Ekki svo galin hugmynd sem borgaryfirvöld í Reykjavík ættu að skoða. Peningum er eitt í meiri vitleysu en að stofna embætti umboðsmanns trjáa.

Skylt efni: tré | tölvupóstur | Ástralía

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...