Tré ársins í Jórukletti
Á laugardaginn var sitkatré í Jórukletti í Ölfusá formlega útnefnt Tré ársins af Skógræktarfélagi Íslands á sérstökum viðburði.
Tréð blasir við íbúum á Selfossi og vegfarendum sem fara um Ölfusárbrú. Það mældist 9,4 metrar að hæð og er talið að minnsta kosti 40 ára gamalt.
Í tilkynningu Skógræktarfélags Íslands segir að ekki sé vitað hvernig tréð tók sér bólfestu á þessum merkilega stað en Jóruklettur er í eigu Árborgar og tók fulltrúi bæjarfélagsins á móti viðurkenningarskjali á laugardaginn. /smh
