Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Trausti Hjálmarsson og Guðfinna Harpa Árnadóttir, nýr formaður og fráfarandi formaður deildar sauðfjárbænda Bændasamtaka Íslands.
Trausti Hjálmarsson og Guðfinna Harpa Árnadóttir, nýr formaður og fráfarandi formaður deildar sauðfjárbænda Bændasamtaka Íslands.
Mynd / smh
Fréttir 4. mars 2022

Trausti Hjálmarsson nýr formaður deildar sauðfjárbænda

Höfundur: smh

Á Búgreinaþingi deildar sauðfjárbænda Bændasamtaka Íslands nú í morgun var Trausti Hjálmarsson í Austurhlíð í Biskupstungum kosinn nýr formaður, í stað Guðfinnu Hörpu Árnadóttur Straumi.

Kosningar á þinginu eru rafrænar.

Trausti hlaut 45 atkvæði af 51 greiddu atkvæði, þrír seðlar voru auðir og þrjú atkvæði fóru á þrjá aðra fulltrúa á Búgreinaþingi.

Kosning tveggja fulltrúa í stjórn deildar stóð yfir rétt fyrir hádegishlé, en að svo búnu er kosning fulltrúa á Búnaðarþing fyrir deildina.

Samkvæmt dagskrá verður aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda haldinn klukkan 14 í dag og fundarlok áætluð klukkan 16.

Búgreinaþing deildar sauðfjárbænda er haldið á Hótel Natura.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...