Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Kóralrif út af strönd Ástralíu.
Kóralrif út af strönd Ástralíu.
Mynd / NASA
Utan úr heimi 21. apríl 2023

Toppurinn á ísjakanum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Nýjar rannsóknir á lífríki sjávarrifja og hafinu við Ástralíu sýna að ástand þess er mun verra en áður hefur verið talið. Ástæða þess er sögð vera hækkandi sjávarhiti og óþol núverandi lífvera við breytingunum á búsvæði þeirra.

Auk þess að hækkun sjávarhita hafi neikvæð áhrif á vistkerfi hafsins mun hún draga úr fiskveiðum þar sem framboð á fæðu fyrir nytjategundir mun dragast saman.

Samkvæmt niðurstöðum rannsóknanna, sem birtar voru í Natur, eru um 500 af þeim 1.057 tegundum sem kannaðar voru á verulegu undanhaldi og 300 af þeim á mörkunum að vera flokkaðar í útrýmingarhættu. Rannsóknin náði meðal annars til fiska, kórala, hryggleysingja, þörunga og sjávarplantna.

Aðstandendur rannsóknanna segja að hraði breytinganna sé mikill, að þær eigi sér stað fyrir augum allra sem þær vilji sjá en á sama tíma veki þær litla eftirtekt. Það sem meira er, að niðurstaða rannsóknanna er talin eingöngu vera toppurinn á ísjakanum.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f