Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Tónlistarkennari hlaut menningarverðlaun
Líf og starf 25. júlí 2024

Tónlistarkennari hlaut menningarverðlaun

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Tónlistarkennarinn Marika Alavere hlaut menningarverðlaun Þingeyjarsveitar árið 2024 en þau voru afhent á fjölskylduhátíð sveitarfélagsins 17. júní.

Marika fékk verðlaunin fyrir framlag sitt til tónlistarlífs Þingeyjarsveitar og að eiga svo ríkulegan þátt í því blómlega menningarlífi, sem glatt hefur bæði lund og geð íbúa sveitarfélagsins í gegnum árin.

Í tilnefningu Mariku segir meðal annars: „Marika er ein margra tónlistarkennara af erlendum uppruna, sem starfað hafa í samfélagi okkar í gegnum tíðina. Sum
hafa stoppað stutt, en önnur ílengst eins og hún og skotið hér rótum. Marika hefur árum saman lagt sitt af mörkum til tónlistarkennslu, tónlistarflutnings og aðstoðar við kórstjórn. Þannig hefur hún lagt inn mikilvæga vaxtarsprota meðal ungmenna og átt sinn þátt í menningarlífi sveitarfélagsins og víðar.“

Alls bárust sjö tilnefningar til menningarverðlaunanna. „Þessi fjöldi tilnefninga kom ekki á óvart þar sem öflugt menningarstarf fer fram í sveitarfélaginu svo eftir er tekið.

Þar leggja fjölmargir hönd á plóg við að halda uppi þessu öfluga starfi, oft og tíðum í sjálfboðavinnu, og við sem njótum þökkum af alhug mikið og gott framlag.

Það var því úr vöndu að ráða í ár enMarikaAlavere, tónlistarkennari og fiðluleikari, á þau svo sannarlega skilið fyrir mikilvægt starf við tónlistaruppeldi barna í sveitarfélaginu og þátttöku hennar í menningarstarfi,“ segir Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f