Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Stjórn Félags kjúklingabænda. Eydís Rós Eyglóardóttir, Guðmundur Svavarsson, Kristján Einir Traustason, Jón Magnús Jónsson, Jón Magnús Jónsson yngri og Kristín Sverrisdóttir.
Stjórn Félags kjúklingabænda. Eydís Rós Eyglóardóttir, Guðmundur Svavarsson, Kristján Einir Traustason, Jón Magnús Jónsson, Jón Magnús Jónsson yngri og Kristín Sverrisdóttir.
Mynd / egh
Fréttir 15. mars 2022

Tollvernd getur stutt við íslenskan landbúnað

Höfundur: Vilmundur Hansen

Deild kjúklingabænda innan Bændasamtaka Íslands fundaði í fyrsta sinn á Búgreinaþingi 3. mars síðastliðinn. Á fundinum ræddu félagar deildarinnar helstu málefni greinarinnar.

Í stjórn deildarinnar voru kosin Guðmundur Svavarsson, formaður, Eydís Rós Eyglóardóttir og Jón Magnús Jónsson.
Guðmundur segir að þrátt fyrir að stofnuð hafi verið deild kjúklingabænda innan Bændasamtakanna verði Félag kjúklingabænda áfram til með starfsemi í algjöru lágmarki. „BÍ hefur tekið yfir allan daglegan rekstur og hagsmunagæslu fyrir búgreinina. Fram til þessa hafi það gengið mjög vel og félagsmenn bindi miklar vonir um góða samstöðu og aukinn slagkraft til framtíðar af hálfu BÍ, eftir breytingar á félagskerfinu. Hagsmunir allra bænda óháð búgrein fari saman og þeim sé best borgið innan BÍ.“

Samhljómur um tollavernd

Guðmundur segir að meðal þess sem rætt var á fundinum sé stefnu­mörkun fyrir Bændasamtök Íslands, samþykktir fyrir deild kjúklingabænda og tollvernd sem við teljum að geti stutt við íslenskan landbúnað.

„Við vorum sammála um að það hafi verið samhljómur í ávarpi formanns Bændasamtakanna og þess sem Stefán Vagn Stefánsson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, sagði sérstaklega hvað varðar tollamálin.“

Auka þarf menntun tengda alifuglabúskap

„Eitt af því sem við ræddum á þinginu er menntun í alifuglabúskap eða öllu heldur skortur á henni og við hvetjum eindregið til að vægi hennar verði aukið í menntun búfræðinga. Þá teljum við brýnt að Landbúnaðarháskólinn bjóði upp á námskeið sem nýst geta greininni,“ segir Guðmundur.

Búnaðarþingsfulltrúar deild­­ar kjúklingabænda eru Jón Magnús Jónsson og Eydís Rós Eyglóardóttir.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...