Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands.
Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands.
Mynd / HKr.
Fréttir 13. október 2021

Tollvernd á grænmeti er mikilvæg til að stuðla að fæðuöryggi

Höfundur: smh

Á undanförnum vikum hefur í fjölmiðlum verið fjallað um tollamál og skort á þremur tegundum af grænmeti; selleríi, blómkáli og spergilkáli. Formaður Neytendasamtakanna og framkvæmdastjóri Krónunnar hafa hvatt til endurskoðunar á tímabili tollverndarinnar fyrir þessar tegundir eða að hún verði hreinlega lögð af, vegna þess meðal annars að hún sé hluti af gamalli arfleifð. Framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands segir tollverndina hins vegar vera mjög mikilvæga Íslandi, eins og flestum þjóðum heims, meðal annars til að stuðla að fæðuöryggi.

„Tollvernd er ekki gamaldags þó að tollar séu ekki nýtt fyrirbrigði. Flestar þjóðir heims nota tollvernd til þess að vernda innlenda framleiðslu og ná fram pólitískum markmiðum um að eflingu atvinnugreinar, til dæmis með tilliti til fæðuöryggis. Meðalneysla grænmetis á Íslandi á mann hefur aukist. Það hefur síðan hefur leitt til aukinnar framleiðslu sumra tegunda grænmetis en eftir sem áður er innlend framleiðsla þó ekki nægjanlega mikil, eða nærri 43 prósenta hlutdeild af grænmetismarkaðnum hér á landi,“ segir Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands.

Þjóðir verða að hugsa um eigin framleiðslu

„Heimsfaraldur kórónaveiru hefur sýnt fram á það hversu mikilvægt það er að viðhalda tiltekinni framleiðslu, því þegar skóinn kreppir þá hugsa allar þjóðir fyrst um sjálfa sig. Rúmlega þrjátíu ríki settu útflutningsbann á ýmsar tegundir matvæla í heimsfaraldrinum. Í dag eru blikur á lofti með matvælaverð til meðallangs tíma vegna röskunar á aðfangakeðjum og gríðarlegum verðhækkunum á ýmsum aðföngum, til dæmis orku. Þess vegna er mikilvægt að stytta aðfangakeðjur og framleiða meira magn matvæla hér heima. Það er ekki langt síðan að Bændasamtökin voru spurð hvort að það væri til nægur matur á Íslandi. Það hefur nú gerst tvisvar á rúmum áratug, í kjölfar efnahagshrunsins og nú í mars í fyrra þegar óvissan vegna heimsfaraldurs kórónaveiru var hvað mest. Tökum það alvarlega,“ segir Vigdís.

Stefna stjórnvalda að efla innlenda ræktun

Að sögn Vigdísar hafa stjórnvöld tekið ákvörðun um að efla innlenda ræktun á grænmeti með því að festa tolltímabilin. „Það er þá verkefni framleiðenda og verslunar að sjá til þess að mæta eftirspurn neytenda. Vörur þurfa að vera til á þeim tímabilum sem tollverndin hefst og endast til loka. Það er verkefnið. Til þess að framleiðendur nýti tækifærin sem sannanlega eru til staðar þurfa allir að fá sanngjarnt verð. Neytendur greiða sanngjarnt verð, verslunin fær sanngjarnt verð og framleiðendur fái sanngjarnt verð. Séu framleiðendur ekki reiðbúnir að leggjast í það verkefni að framleiða meira þá er annaðhvort áhuginn ekki til staðar eða þá að það verð sem framleiðendum er boðið dugar ekki fyrir kostnaði. Miðað við samtöl við félagsmenn Bændasamtakanna þá er það síðari ástæðan en hér þarf sérstaklega að fjölga nýliðum því bændum fer fækkandi ár frá ári. Þá þarf einnig að bæta kæli- og geymslutækni sem getur lengt neyslutímann umtalsvert.“

Galli að engin sveigjanleiki er í lögunum

„Tækifæri eru til staðar til að auka framleiðslu á gulrótum, blómkáli og spergilkáli. Innlend framleiðsla annar ekki eftirspurn og er henni mætt með innflutningi sem lítið fer fyrir þessa dagana vegna breytinga á búvörulögum sem fólu í sér skilgreind fastákveðin tímabil á tilteknum grænmetistegundum,“ segir Vigdís.

Hún bendir á að Bændasamtökin og Félag atvinnurekenda hafi gert athugasemdir við að með því að festa tímabilin fyrir tollverndina á þessum tegundum væri ekki nægur sveigjanleiki í lögunum. „Það þyrfti að vera hægt að bregðast við sérstökum aðstæðum sem gætu komið upp þegar ekki nægt framboð er, til dæmis vegna veðurfarsaðstæðna. Því gæti þurft að meta reynsluna af þessu nýja fyrirkomulagi og eftir atvikum sníða af vankanta, það verður verkefni Alþingis og nýs landbúnaðarráðherra.“

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...