Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Tollkvótum útdeilt
Mynd / Towfiqu Barbhuiya
Fréttir 25. maí 2023

Tollkvótum útdeilt

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Tilkynnt var um samþykkt tilboð á tollkvótum fyrir innflutning af hinum ýmsu landbúnaðarvörum þann 23. maí.

Matvælaráðuneytið birti þá samþykkt tilboð í ESB tollkvóta vegna innflutnings á landbúnaðarafurðum fyrir tímabilið 1. júlí til 31. desember 2023. Ellefu fyrirtæki skipta með sér innflutningi á 348.000 kg af nautgripakjöti en Ekran fékk stærsta hlutann, 100.000 kg.

Fyrirtækið LL42 hf., sem er 100% í eigu Stjörnugríss, fékk langstærsta hluta af tollkvótum fyrir svínakjöti, eða 176.000 kg af 350.000 kg. Jafnvægisverðið var 380 kr/kg.Mata fékk mest af innflutnings- kvóta af alifuglakjöti, 189.000 kg. Ekran fékk 114.000 kg, Aðföng 100.000 kg en fyrirtækin Innnes, Krónan, LL42, Háihólmi, Garri og Nautica fengu minna. Samþykktir voru tollkvótar fyrir innflutningi á 528.000 kg. 

Alls var úthlutað tollkvótum fyrir innflutningi á 305.000 kg af ostum og ystingum. Krónan fékk 67.250 kg. Nathan & Olsen fengu 45.000 kg, Aðföng tæp 40.000 og þrettán fyrirtæki skiptu með sér rest. Einnig voru samþykktir tollkvótar fyrir innflutning á pylsum og öðru kjöti.

Þá voru þar birtar niðurstöður samþykktra tilboða EFTA tollkvóta á landbúnaðarvörum frá Noregi og Sviss. Krónan fékk þar tollkvóta fyrir innflutningi á 15.000 kg á osti og LL42 tollkvóta fyrir innflutning á 10.000 kg af nautakjöti.

Auk þess birtist listi yfir samþykkt tilboð í tollkvóta fyrir innflutning á blómum vegna fyrri hluta ársins 2023. Fyrirtækið Samasem ehf. fær þar langmesta magnið.

Alla lista tollkvótahafa má finna á vefsíðu matvælaráðuneytisins.

Skylt efni: tollamál | tollar | tollkvótar

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...