Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Tollkvótar vegna innflutnings á blómum
Fréttir 28. maí 2020

Tollkvótar vegna innflutnings á blómum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Niðurstöður um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á blómum fyrir tímabilið 1. júlí til 31. desember 2020. Um er að ræða sérstaklega þá vöruliði tollskrár sem eiga annars við um kjöt og hins vegar garðyrkjuafurðir, einkum plöntur og grænmeti.

Miðvikudaginn 13. maí síðastliðinn rann út tilboðsfrestur í tollkvóta á blómum vegna seinni hluta ársins 2020, sbr. reglugerð nr. 1076/2019. Verð tollkvótans fyrir öll valin verðtilboð réðst af verði lægsta valda tilboðsins í hverjum vörulið, á grundvelli 1. gr. laga nr. 152/2019 um breytingu á búvörulögum og tollalögum (úthlutun tollkvóta).

Tvö tilboð bárust í tollkvóta fyrir blómstrandi pottaplöntur í tollskárnúmeri (0602.9091) samtals 2.400 stk., á meðalverðinu 107 kr./stk. Hæsta boð var 120 kr./stk. en lægsta boð var 89 kr./stk. Tilboðum var tekið frá tveimur fyrirtækjum í tollkvóta fyrir innflutning á 1.650 stk. á jafnvægisverðinu 89 kr./stk. (Jafnvægisverð er lægsta samþykkta tilboð).

Tvö tilboð bárust í tollkvóta fyrir aðrar pottaplöntur í tollskrárnúmeri (0602.9093) samtals 2.900 stk., á meðalverðinu 113 kr./stk.  Hæsta boð var 120 kr./stk. en lægsta boð var 99 kr./stk. Tilboðum var tekið frá tveimur fyrirtækjum í tollkvóta fyrir innflutning á 2.160 stk. á jafnvægisverðinu 99 kr./stk. (Jafnvægisverð er lægsta samþykkta tilboð).

Þrjú tilboð bárust í tollkvóta fyrir tryggðablóm í tollskrárnúmeri (0603.1400) samtals 12.000 stk., á meðalverðinu 48 kr./stk.  Hæsta boð var 50 kr./stk. en lægsta boð var 40 kr./stk. Tilboði var tekið frá tveimur fyrirtækjum í tollkvóta fyrir innflutning á 6.500 stk. á jafnvægisverðinu 49 kr./stk. (Jafnvægisverð er lægsta samþykkta tilboð).

Þrjú tilboð bárust í tollkvóta fyrir afskorin blóm, í tollskrárnúmeri (0603.1909) samtals 184.750 stk. á meðalverðinu 40 kr./stk.  Hæsta boð var 50 kr./stk. en lægsta boð var 17 kr./stk. Tilboði var tekið frá tveimur fyrirtækjum í tollkvóta fyrir innflutning á 118.750 stk. á jafnvægisverðinu 40 kr./stk. (Jafnvægisverð er lægsta samþykkta tilboð).

Atvinnuvega- og nýsköpunararráðuneytið hefur úthlutað tollkvótum til eftirtalinna fyrirtækja á grundvelli tilboða/umsókna þeirra:

Blómstrandi pottaplöntur júlí - desember 2020

Magn (stk) og tilboðsgjafi:
1.400 Garðheimar-Gróðurvörur ehf
250 Grænn markaður ehf

Aðrar pottaplöntur júlí - desember 2020
Magn (stk) og tilboðsgjafi:
1.900 Garðheimar–Gróðurvörur ehf
260 Grænn markaður ehf

Tryggðablóm júlí - desember 2020
Magn (stk) og tilboðsgjafi:
3.500 Grænn markaður ehf
3.000 Samasem ehf

(Annars)  afskorin blóm júlí - desember 2020
Magn (stk) og tilboðsgjafi:
4.964 Garðheimar-Gróðurvörur ehf
113.786 Samasem ehf
 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...