Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Tollaeftirlit
Skoðun 24. febrúar 2022

Tollaeftirlit

Höfundur: Gunnar Þorgeirsson

Í þessari viku var lögð fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á framkvæmd toll­eftirlits á innflutningi landbúnaðarvara sem Alþingi hafði í desember 2020 óskað eftir að yrði framkvæmd.

Það er athyglisvert að lesa sem þar kemur fram hvernig framkvæmd er á eftirliti á innflutningi landbúnaðavara. Það styrkir okkur í þeirri umræðu að eftirliti er verulega ábótavant bæði á tæknilegum forsendum og ekki síður að mannafla skattsins til að fylgjast með hvað kemur inn í landið er verulega ábótavant.

Pottur brotinn

Við í landbúnaðargeiranum höfum ítrekað bent á að pottur sé brotinn í framkvæmd þessara mála og ekki síður fyrir þær sakir að samanburður á útflutningstölum ESB og innflutningstölum Hagstofunnar fer ekki saman. Í úttektinni er hins vegar ekki farið í þann samanburð heldur vísað til nefndar sem fjármálaráðherra skipaði og er ætlað að skila þeim samanburði og ástæðum frávika. Það er afar mikilvægt fyrir okkur sem störfum í landbúnaði að fá niðurstöður af þeirri vinnu sem fyrst svo við getum áttað okkur á hvað raunverulega er verið að flytja inn af landbúnaðarvörum.

Nýleg dómaframkvæmd hefur einnig styrkt okkur í þeim málflutningi að það er ýmislegt sem verið er að flytja inn sem jafnvel er skilgreint sem eitthvað annað í tollskýrslum en landbúnaðarvörur. Hér er ríkissjóður að verða af umtalsverðum fjármunum. Starfsumhverfi landbúnaðar verður að vera skýrt svo við sem framleiðendur getum gert okkar áætlanir um framleiðslumagn til lengri tíma. Með þessum orðum hvet ég ríkisvaldið til að taka úttekt Ríkisendurskoðunar alvarlega þar sem hagsmunir frumframleiðanda eru gríðarlega miklir og krafa um að leikreglur séu skýrar og farið sé eftir þeim í einu og öllu.

Endurskoðun á samningum við Evrópusambandið

Eins og fram hefur komið þá hefur ráðherra utanríkismála óskað eftir endurskoðun á samningum við Evrópusambandið um málefni landbúnaðarins. En eins og ítrekað hefur komið fram þá hallar verulega á íslenska framleiðslu.

Tollkvótar sem úthlutað er á hverju ári eru u.þ.b. 20% af landbúnaðarvörum sem við neytum á ársgrunni. Norðmenn eru einnig utan ESB og eru með 9% landbúnaðarafurða í tollkvótum frá Evrópusambandinu. Ég vil hvetja núverandi ráðherra utanríkis­mála og matvælaráðherra að horfa til þessara hlutfalla. Þetta eiga að vera samningsmarkmið okkar að hlutfallið á Íslandi verði, að lágmarki, sambærilegt og í Noregi.

Þing búgreinadeilda

Búgreinaþing Bændasamtakanna verður haldið dagana 3. og 4. mars næstkomandi þar sem búgreinadeildir munu koma saman og ráða ráðum sínum og leggja áherslur á málefni viðkomandi búgreina til næstu ára.

Mikil vinna hefur farið fram í undirbúningi þessara funda svo sem kosning fulltrúa inn á þingið og ekki síður undirbúningur að þeim málum sem lögð verða fram til umræðu. Eitt af þeim málum er stefnumörkun Bændasamtakanna til næstu ára, það er mikilvægt að stjórn fái umræður og áherslur í málefnum landbúnaðarins hvert skal haldið á komandi árum. Ég vil enn og aftur þakka starfsfólki samtakanna og formönnum búgreinadeilda fyrir undirbúning að þessu þingi, sjáumst hress og kát á komandi búgreinaþingi.

Skylt efni: Tollaeftirlit | Ostur

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...