Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Rabarbari.
Rabarbari.
Mynd / Pixabay
Líf og starf 4. júlí 2025

Toga beint upp og mest fjórðung plöntunnar

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Mikilvægt er að uppskera rabarbara á réttan hátt svo að rótin rotni ekki.

Svíar kunna ýmislegt fyrir sér og þar á meðal að uppskera rabarbara á réttan hátt.

Ingar Nilsson er einn helsti sérfræðingur Svíþjóðar í rabarbarafræðum og höfundur bókarinnar „Rabarbara“. Í viðtali við sænska vefinn Land gefur hún góð ráð um hvernig taka skuli upp rabarbara án þess að skemma plöntuna.

Ingar mælir algerlega gegn því að skera stilkana af með hníf eða klippum, líkt og margir gera, hvað þá að reyna brjóta þá með handafli. „Já, því þá eru miklar líkur á að leggslíðrið rotni og það getur leitt til þess að öll rabarbararótin rotni og eyðileggist. Toga á stilkinn upp á við þar til hann losnar úr slíðrinu,“ segir hún. Best sé að grípa neðarlega um stilkinn og toga beint upp á við, uns hann losnar.

Láta síðustu stilkana visna

Ingar varar við að taka alla leggi plöntunnar í einu. „Ekki taka of mikið, það er best að uppskera að hámarki 25 prósent af rabarbaranum. Þegar sumarið er búið ættirðu að láta stilkana visna, það veitir rótunum næringu,“ segir hún.

Með flýtur ljómandi skemmtileg og einföld uppskrift að rabarbaragóðmeti sem ættuð er frá Arla.

Rangt: Það er best að skera hvorki né klippa stilkana af plöntunni, það getur skemmt alla plöntuna.

Rétt: Þú ættir að toga stilkana beint upp þar til þeir losna og aðeins að taka um fjórðung leggjanna.

Rabarbara-munngæti

Innihaldsefni:

300 g grannir rabarbarastilkar
25 g smjör
¾ dl fínn sykur
1 tsk. möluð kardimomma.
Þeyttur rjómi eða vanillujógúrt sem meðlæti.

Aðferð:

Skerið rabarbarann í grófa bita, örlítið á ská.
Steikið þá í smjöri á pönnu í 2 mínútur.
Stráið sykri og kardimommum yfir og steikið í um það bil 2 mínútur, uns sykurinn byrjar að verða ljósbrúnn. Látið kólna aðeins.
Þeytið rjómann létt og berið fram. Enn ljúffengari og léttari kostur er vanillujógúrt.

Grænmeti en ekki ávöxtur

Rabarbari (Rheum rhabarbarum eða Rheum x hybridum), einnig nefndur tröllasúra, er garðplöntutegund af súruætt. Rabarbari er grænmeti frekar en ávöxtur þótt plantan sé aðallega notuð eins og ávöxtur. Stöngull rabarbarans er græn- eða rauðleitur, stökkur og getur orðið jafngildur og barnshandleggur. Blaðið upp af stilknum er mikið og grófgert, stundum nefnt rabarbarablaðka. Til eru ýmis afbrigði af rabarbara; algengust eru Linnæus og Victoria.

Rabarbari var notaður í lækningaskyni í Kína fyrir þúsundum ára en hann var ekki ræktaður í Evrópu fyrr en seint á miðöldum. Talið er að rabarbari hafi borist til Íslands skömmu fyrir 1880. Sá rabarbari sem við þekkjum úr görðum og bóndabýlum um allt land kallast á latínu Rheum x cultorum eða Rheum x hybridum. Hann finnst ekki villtur í náttúrunni, enda ræktunarafbrigði.

Stilkur rabarbarans er mikið notaður í sultugerð, rabarbarasúpu og -graut og stundum einnig í saftog víngerð. Neðsti hluti stilksins er hvítur og oft soðinn niður. Sá hluti rabarbarans nefnist rabarbarapera. Rabarbarinn er með því fyrsta sem stingur upp kollinum úr moldinni á vorin. Þegar hann er ungur og nýsprottinn er hann bestur. Ágæt hugmynd er að uppskera rabarbarann jafnan ungan, skera í bita og frysta til síðari nota.

Skylt efni: rabarbari

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...