Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Ristarhlið á þjóðvegi 1 á Norðurlandi ógna umferðaröryggi að mati Vegagerðarinnar en Matvælastofnun bendir á að tillit verði að taka til smitsjúkdóma í dýrum við fjarlægingu þeirra.
Ristarhlið á þjóðvegi 1 á Norðurlandi ógna umferðaröryggi að mati Vegagerðarinnar en Matvælastofnun bendir á að tillit verði að taka til smitsjúkdóma í dýrum við fjarlægingu þeirra.
Fréttir 25. ágúst 2020

Tjón á girðingu við ristarhlið á mörkum varnarhólfa

Höfundur: Erla Gunnarsdóttir

Vegagerðin setti sig í samband við Matvælastofnun vegna áforma um að fjarlægja tvö ristarhlið á þjóðvegi 1 í Húnaþingi og eitt ristarhlið við Héraðsvötn í Skagafirði. Ristarhliðin eru í slæmu ástandi og ógna umferðaröryggi að mati Vegagerðarinnar. Matvælastofnun upplýsti Vegagerðina um svar atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins um heimild til að fjarlægja ristarhliðin með fyrirvara um að ekki stafi ógn af því með tilliti til smitsjúkdóma í dýrum. Tilteknar varnarlínur eru milli riðu- og riðulausra svæða og ekki forsendur til að veita tilslakanir. Mistök í samskiptum urðu til þess að Vegagerðin taldi sig hafa heimild til að fjarlægja ristarhliðin.

Ristarhliðin þrjú eru enn á sínum stað og verða ekki fjarlægð nema smitvarnir séu tryggðar. Tjón hefur hins vegar orðið á girðingu við ristarhliðið við Héraðsvötn með þeim afleiðingum að tveir línubrjótar komust í gegn. Starfsmenn Matvælastofnunar brugðust strax við og aflífuðu kindurnar tvær. Viðgerð á girðingunni er í forgangi.

Matvælastofnun, Vegagerðin og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið munu skoða hvernig standa eigi að vegaframkvæmdunum þannig að umferðaröryggi og dýraheilbrigði sé eins og best verður á kosið. Matvælastofnun áréttar að ristarhlið á mörkum varnarhólfa gegn sauðfjársjúkdómum verða ekki fjarlægð nema tryggt sé að sauðfé komist ekki yfir varnarlínur.

 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...