Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Leikritið Ferðin til Limbó byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi sem kom út árið 1963. Leikritið var fyrsta leikritið eftir íslenska konu sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu árið 1966.
Leikritið Ferðin til Limbó byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi sem kom út árið 1963. Leikritið var fyrsta leikritið eftir íslenska konu sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu árið 1966.
Líf og starf 18. september 2024

Tjöldin dregin frá

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Áhugaleikhúsin fara nú að hefja leikinn enda haustið að skella á. Mikið verður um skemmtan en eins og er hafa sex leikfélög valið sér verk og eru áætlaðar frumsýningar frá 21. september.

Leikfélag Kópavogs ríður á vaðið með verkinu Ferðin til Limbó, en höfundur þess er Ingibjörg Þorbergs, sem einnig á heiður af tónlistinni. Næst tekur við Leikfélag Hveragerðis með barnaleikritinu vinsæla Ávaxtakörfunni eftir Kristlaugu Maríu Sigurðardóttur, tónlist eftir Þorvald Bjarna Þorvaldsson og verður frumsýnt 28. september. Þann 11. október má hlakka til að sjá annað tilbrigði við Ávaxtakörfuna í höndum Leikfélags Sauðárkróks og svo þann átjánda setur Leikfélag Keflavíkur verkið Allir á svið – á svið, eftir Michael Frayn.

Leikfélagið Lauga sér fyrir sér að frumsýna Ævintýrabókina þann 25. október en höfundur hennar er Pétur Eggerz og tónlistin eftir Guðna Franzson. Margir hlakka væntanlega til hins klassíska verks Dýrin í Hálsaskógi eftir Torbjörn Egner sem verður sýnt á fjölum Leikfélags Vestmannaeyja í október og svo tekur Leikfélag Kópavogs fyrir verkið Rommí eftir D. L. Coburn.

Síðustu tvær sýningarnar verða eins og áður sagði í októbermánuði, en frumsýningardagurinn er ósettur enn og því um að gera að fylgjast með.

Sýningar áhugaleikhúsanna hafa yfir árin glatt hug og hjörtu landsmanna, sérstaklega þegar drungi vetrar liggur fyrir og því um að gera að hafa augun opin fyrir áætluðum sýningum.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...