Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Tjaldur
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Líf og starf 25. september 2024

Tjaldur

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Tjaldur er stór og auðþekkjanlegur vaðfugl sem finnst um allt land. Tjaldar eru algengastir við ströndina en finnast líka eitthvað inn til landsins við ár og vötn. Þeir eru fremur félagslyndir og algengt að sjá þá í hópum utan varptíma. Þeir verpa helst í möl eða sandi við sjó, ár og vötn. Einnig er nokkuð um að þeir verpi í byggð eða nálægt mannvirkjum eins og vegum, húsþökum eða tjaldstæðum. Þar sem þeir verpa í byggð geta þeir orðið nokkuð gæfir og þiggja jafnvel matargjafir. En þó er rétt að geta þess að fyrir fugla með sérhæft fæðuval eins og t.d. tjalda er alltaf best að þeir finni mat upp á eigin spýtur frekar en að vera háðir matargjöfum. Helsta fæða tjaldsins við ströndina er að grafa eftir sandmaðki og öðrum hryggleysingjum. Inn til landsins notar hann gogginn til að pota ótt og títt í mjúkan jarðveg eftir ánamöðkum. Hann er einnig nokkuð lunkinn við að ná sér í krækling og ber hann m.a. enska heitið Oystercatcher vegna þess hversu laginn hann er að opna skeljar og ná sér í dýrindis fæðu í boði hafsins. Hann er að mestu farfugl en þó dvelja hér nokkur þúsund fuglar veturlangt við ströndina. Þeir tjaldar sem yfirgefa landið á haustin halda til Bretlandseyja líkt og margir aðrir farfuglar sem hér verpa.

Skylt efni: fuglinn

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...