Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Afrek Snotru er töluvert hjá kú af kyni þar sem meðalafurðir eru um 6.500 kg á ári og í raun á sama skala og þegar Holstein-kýr ná 200 þús. kg markinu.
Afrek Snotru er töluvert hjá kú af kyni þar sem meðalafurðir eru um 6.500 kg á ári og í raun á sama skala og þegar Holstein-kýr ná 200 þús. kg markinu.
Fréttir 8. júlí 2025

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum

Höfundur: Guðmundur Jóhannesson, ábyrgðarmaður í nautgriparækt hjá RML

Þann 18. júní sl. rauf afrekskýrin Snotra 273 í Villingadal í Eyjafirði 100 þús. kg múrinn í æviafurðum og varð þar með tíunda íslenska kýrin til að ná þeim merka áfanga. Þetta er töluvert afrek hjá kú af kyni þar sem meðalafurðir eru um 6.500 kg á ári og í raun á sama skala og þegar Holsteinkýr ná 200 þús. kg markinu.

Snotra 273 er fædd 10. nóvember 2010, dóttir Sigurfara 08041 frá Hjarðarfelli á Snæfellsnesi og Leistu 249 Ljúfsdóttur 05040 en hann var frá Núpstúni í Hrunamannahreppi. Snotra átti sinn fyrsta kálf 22. janúar 2013 og hefur síðan þá borið 10 sinnum. Afkvæmin eru því orðin ellefu talsins, þar af fimm kvígur. Snotra hafði um síðustu mánaðamót mjólkað 99.507 kg yfir ævina og við síðustu mælingu núna í júní var hún í 28,5 kg. Samkvæmt því mjólkaði hún sitt 100 þúsundasta kg í morgunmjöltum í Villingadal þann 18. júní.

Snotra er, að sögn ábúenda í Villingadal, þeirra Guðrúnar Jónsdóttur og Árna Sigurlaugssonar, „sómakýr en skapsterk, heldur sér vel og er með fína fætur/klaufir. Á sinni löngu ævi hefur henni sjaldan orðið misdægurt og reynst okkur því mjög vel.“ Snotra hefur verið fremur tímasæl og haldið nokkuð reglulegum tíma milli burða, eða 12–17 mánuðum. Síðast bar hún 24. júlí 2024 og er farin að nálgast 11 þús. kg á yfirstandandi mjólkurskeiði, sem er hið ellefta í röðinni. Hæsta dagsnyt Snotru á núverandi mjólkurskeiði er 47,0 kg í september sl. en hæsta dagsnyt hennar frá upphafi mældist 54,0 kg þann 16. febrúar 2022. Mestu afurðir á einu mjólkurskeiði hjá Snotru eru 14.043 kg á því níunda en mestu afurðir á einu almanaksári eru 13.569 kg árið 2022. Meðalefnahlutföll mjólkur yfir ævina hjá Snotru eru 4,37% fita og 3,35% prótein og því hefur hún skilað hátt í átta tonnum verðefna hingað til. Þá verður ekki annað sagt en Snotra hafi verið júgurhraust gegnum tíðina en af 122 kýrsýnum hafa aðeins tvö sýnt háa frumutölu og 79 sýni frumutölu innan við 100 þús. í ml.

Það er full ástæða til að óska ábúendum í Villingadal til hamingju með þessa farsælu og endingargóðu kú sem Snotra hefur reynst vera.

Skylt efni: afurðahæsta kýrin

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...