Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Hann er á í Norðurá í Borgarfirði á fyrsta degi hjá Guðrúnu Sigurjónsdóttur, formanni félagsins, með fyrsta flugulaxinn sinn.
Hann er á í Norðurá í Borgarfirði á fyrsta degi hjá Guðrúnu Sigurjónsdóttur, formanni félagsins, með fyrsta flugulaxinn sinn.
Mynd / María Gunnarsdóttir
Í deiglunni 30. september 2019

Tíu til fimmtán þúsund færri laxar en í fyrra

Höfundur: Gunnar Bender
Veiðisumarið er að verða búið í laxinum, en mun minna hefur veiðst af honum en í fyrra. Það er samt hellingur eftir í sjó­birt­ingum og hann hefur gengið vel fyrir austan, Tungufljótið og Tungulækur að gefa vel.
 
„Við vorum í Geirlandsá um daginn og fengum 4 laxa og einn sjóbirting, birtingurinn var bara alls ekki mættur en hann kemur,“ sagði veiðimaður sem var á veiðislóðum fyrir austan og veiddi mest lax, það sem hefur vantað í laxveiðiárnar í sumar víða um land.
 
Við erum  að tala um líka 10 til 15 þúsund færri laxa í laxveiðiánum þetta sumarið og það munar um minna í veiðinni. Kíkjum aðeins á veiðilistann, í efsta sæti er Eystri-Rangá, síðan kemur Ytri-Rangá og Sela í Vopnafirði, svo Miðfjarðará.
 
„Það var gaman í Miðfjarðará um daginn og áin er skemmtileg,“ sagði Hafþór Óskarsson, sem var á árbökkunum undir það síðasta í ánni. Svo kemur Þverá í Borgarfirði, Urriðafoss í Þjórsá, svo Laxá  á Ásum og síðan Hofsá, svona mætti  lengi telja.
 
Góðar laxveiðiár eru ekki ofar­lega eins og Norðurá í Borgarfirði og Laxá í Kjós en það kemur sumar eftir þetta sumar. Bara verst að enginn veit hvernig næsta sumar verður, það er heila málið. Við skulum sjá stöðuna þegar nær dregur. Allt getur gerst á árbökkunum en þetta þarf að batna verulega.

Skylt efni: stangaveiði | Laxveiði

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...