Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Tíu stór fyrirtæki skuldbinda sig til að endurvinna allt plast hjá sér
Mynd / MHH
Fréttir 24. febrúar 2020

Tíu stór fyrirtæki skuldbinda sig til að endurvinna allt plast hjá sér

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Nýlega var undirritaður stór samningur hjá fyrirtækinu Pure North Recycling í Hveragerði við tíu stór fyrirtæki sem skuldbinda sig til þess að koma öllu því plasti sem fellur til hjá fyrirtækinu í endurvinnslu hjá Pure North. 
 
Með því er tryggt að flokkun verði betri, plast verði aftur plast og sú kolefnislosun sem sparast, vegna umhverfisvænna vinnsluaðferða Pure North, fara inn í kolefnisbókhald fyrirtækjanna. Fyrirtækin sem um ræðir eru Bláa Lónið, BM Vallá, Brim, CCEP, Eimskip, Krónan, Lýsi, Marel, Mjólkursamsalan og Össur.„Þetta eru allt ótrúlega öflug fyrirtæki og virkilega mikilvægt og ánægjulegt að atvinnulífið sé að taka þátt í svo mikilvægu verkefni þar sem sjálfbærni og hringrásarhagkerfið er í aðalhlutverki,“ segir Sigurður Grétar Halldórsson, framkvæmdastjóri Pure North Recycling.
 
MS er eitt af þeim fyrirtækjum sem skrifaði undir samninginn um Þjóðþrif. Hér er Ari Edwald forstjóri með sínu fólki þegar undirritunin fór fram. Allar umbúðir frá MS verða framvegis endurunnar í Hveragerði.
 
Hvers konar endurvinnsla?
 
Sigurður Grétar Halldórsson, fram­kvæmdastjóri Pure North Re­cycling, sem er með tíu starfs­menn í vinnu.
Það eru kannski ekki margir sem vita hvers konar fyrirtæki Pure North Recycling er. En til upplýsingar þá er fyrirtækið eina endurvinnsla plasts á Íslandi þar sem hreinum plastúrgangi er breytt í plastpallettur. Jarðvarminn í Hveragerði, ásamt umhverfisvænum orkugjöfum, er í aðalhlutverki. „Vinnsluaðferðin er einstök á heimsvísu hjá okkur og byggir á íslensku hugviti. Það að nota jarðvarmann og hreina orkugjafa gefur okkur forskot, bæði rekstrarlega og gagnvart umhverfinu. Við fengum óháðan aðila til að gera lífsferlisgreiningu á vinnsluaðferðum félagsins til samanburðar við endurvinnslu í Evrópu og Asíu. Niðurstaðan er einföld; Plastpallettur Pure North Recycling eru umhverfis­vænasta plast í heimi. Fyrir hvert tonn sem endurunnið er af plasti hjá Pure North sparast 0,7 tonn af kolefni, næstum tonn á móti tonni. Þetta er til viðbótar við það hversu miklu umhverfisvænna það er að endurvinna plast í stað þess að framleiða nýtt plast. En fyrir hvert tonn sem endurunnið er af plasti sparast 1,8 tonn af olíu vegna þess hversu olíufrekt það er að framleiða nýtt plast,“ segir Sigurður Grétar. Hjá fyrirtækinu starfa 10 manns. 
 
Átakið var kynnt formlega föstudaginn 7. febrúar en þá komu forstjórar fyrirtækjanna tíu og undirrituðu samning um Þjóðþrif í verksmiðju Pure North Recycling, Sunnumörk 4 í Hveragerði. 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...