Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Tíu milljónir til fjögurra verkefna
Mynd / HKr.
Fréttir 28. maí 2020

Tíu milljónir til fjögurra verkefna

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Fjögur verkefni hljóta styrk úr Byggða­rann­sóknasjóði á þessu ári, en þau verk­efni sem fá styrk í ár snúast um áhrif fjórðu iðnbyltingarinnar, fasteigna­markað, kortlagningu örorku og verslun í dreifbýli.

Byggðarannsókna­sjóður er fjármagnaður af byggðaáætlun og með framlagi frá Byggðastofnun og  hefur þann tilgang að efla byggðarannsóknir og bæta þannig þekkingargrunn fyrir stefnumótun og aðgerðir í byggðamálum. Alls bárust sjóðnum 14 umsóknir, samtals að upphæð 38 milljónir króna. Til úthlutunar voru 10 milljónir.

Þekkingarnet Þingeyinga fékk 2,5 milljónir króna í styrk vegna verkefnis sem heitir Byltingar og byggðaþróun: hlutverk þekkingasetra í byggðaþróun fjórðu iðnbyltingarinnar. Markmið rann­sóknar­innar er að greina áhrif fjórðu iðnbyltingarinnar í byggðum landsins og mögulegar leiðir til að nýta innviði þekkingarsetra til að mæta áskorunum og tækifærum byltingarinnar.

Fasteignaverð og barnafjölskyldur

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi fengu 2 milljónir vegna verkefnis með heitinu Fasteignamarkaður og foreldrar um land allt: Getur hátt fasteignaverð fælt barnafjölskyldur af landsbyggðinni eða haldið þeim frá? Tilgangur rannsóknarinnar er að skoða hvað hefur áhrif á búferlaflutninga fólks á barneignaraldri og að styrkja fyrri greiningu á þessum þáttum svo auðveldara sé að hanna íbúaþróunarlíkön fyrir sveitarfélög. Í þriðja lagi að auka skilning á þeim áhrifum sem mikil sókn utanbæjarmanna í íbúðir fjarri heimahögum þeirra kunna að hafa.

Þá fékk Rannsóknamiðstöð Há­skólans á Akureyri styrk að upphæð 2,5 milljónir króna vegna kortlagningar örorku á Norðurlandi eystra. Markmiðið með verkefninu er að kortleggja umfang og þróun örorku á Norðurlandi eystra í samhengi við þróun vinnumarkaðar og lýðfræðilegra þátta. Þá er markmið að unnt verði að nýta niðurstöður rannsóknar­innar í þágu þeirra sem vinna að atvinnuþróun, vinnumarkaðsúrræðum, mennta­mál­um endurhæfingu fólks á vinnumarkaði og byggðaþróun og að verkefnið stuðli að aukinni þekkingu.

Emil B. Karlsson hlaut 3 milljón króna styrk vegna verkefnis sem heitir Verslun í heima­byggð: greining á sóknarf­ærum dreifbýlisverslana. Mark­mið rannsóknarinnar er að leiða í ljós hverjar eru skilvirk­ustu stuðningsaðgerðir við litlar verslanir í dreifbýli. Niðurstöðum er jafnframt ætlað að sýna hvaða þættir í rekstri dreifbýlisverslana skipta mestu til að lifa af í samkeppni við stærri verslanakeðjur. 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f