Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Tindur
Mynd / Handverkskúnst
Hannyrðahornið 30. ágúst 2017

Tindur

Höfundur: Handverkskúnst
Heklað zik zak teppi með fastapinnum. 
 
Þetta munstur er gömul klassík sem ófáar ömmur hafa heklað í gegnum árin. Eftir að hafa séð ótal mörg teppi með þessu fallega munstri ákvað ég að ég yrði að hekla eitt sjálf. Þegar ég fór að leita að uppskriftinni fann ég hana hvergi á íslensku, en fann fullt af bloggsíðum þar sem uppskriftin var á ensku. Því fannst mér tilvalið að þýða uppskriftina og skella henni í Bændablaðið. Þannig geta allir þeir heklarar sem vilja notið góðs af þessari einföldu og skemmtilegu uppskrift.
 
Heklkveðjur, 
mæðgurnar í Handverkskúnst
 
Garn: Drops Merino Extra Fine 
fæst hjá Handverkskúnst, www.garn.is
Ljós beige nr. 08, 200 gr.
Bleikur nr. 33, 150 gr.
Sinnep nr. 30, 150 gr.
Gráblár nr. 23, 150 gr.
Heklunál: 4,5 mm
 
Skammstafanir á hekli:
sl. = sleppa
L = lykkja
FP = fastapinni
Fitjið upp 180 lykkjur, gott er að nota stærri heklunál þegar fitjað er upp.
Til þess að breikka teppið bætið við 25 L.
1. umf: Heklið 1 FP í aðra L frá nálinni, 1 FP í næstu L, *sl. 1 L, 1 FP í næstu 11 L, 3 FP í næstu L, 1 FP í næstu 11 L, sl. 1 L*, endurtakið frá * að * 6 sinnum til viðbótar, heklið 1 FP í síðustu 2 L.
 
Hér eftir er aðeins heklað í aftari hluta lykkjunnar, með því að gera það myndast þessi upphleypta áferð.
 
2. umf: Heklið 1 LL, 1 FP í fyrstu 2 L, *sl. 1 L, 1 FP í næstu 11 L, 3 FP í næstu L, 1 FP í næstu 11 L, sl. 1 L*, endurtakið frá * að * 6 sinnum til viðbótar, heklið 1 FP í síðustu 2 L.
 
Endurtakið 2. umferð þar til teppið er orðið 136 umferðir, eða hefur náð æskilegri lengd.
Í teppinu á myndinni eru heklaðar 8 umferðir í hverjum lit. 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...