Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Góð mæting var í Laugalandsskóg en þar sem ekki allir komu alveg á sama tíma er heildartala á reiki - en á milli 40 og 50 manns mættu.
Góð mæting var í Laugalandsskóg en þar sem ekki allir komu alveg á sama tíma er heildartala á reiki - en á milli 40 og 50 manns mættu.
Mynd / Sigríður Hrefna Pálsdóttir
Á faglegum nótum 25. október 2021

Tíndu stafafuruköngla og söfnuðu fyrir snjótroðara

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Skógræktarfélag Eyfirðinga safnar nú af kappi fyrir nýjum snjótroðara og nálgast nú 21 milljón króna eftir að Akureyrarbær samþykkti í liðinni viku að styrkja verkefnið með 15 milljón króna framlagi. Þá viku fékk söfunin einnig úthlutað 2 milljónum króna úr pokasjóði.

Troðarinn sem skógarmenn nyðra hafa augastað á kostar um 35 milljónir króna. Gamli troðarinn sem þjónað hafði skíðagöngufólki dyggilega í áraraðir lagði upp laupana í fyrravor.

Ingólfur Jóhannsson framkvæmdastjóri Skógræktarfélagsins segir að áður en framlag Akureyrarbæjar kom til hafi framlög aðallega komið frá daglegum notendur Kjarnaskógar. Stjórn félagsins hefur skipulega unnið að því nú í haust að afla styrkja frá fyrirtækjuma og liggja vilyrði fyrir héðan og þaðan svo talan gæti hækkað hratt þessa daga. „Við erum þessa dagana að afla tilboða í tæki sem gerir okkur kleift að sinna verkefninu, að troða skíðabrautir í Kjarnaskógi, til frmatíðar,“ segir hann. 

Efnt var til fjáröflunarátaks á dögunum til að styrkja söfnunina, en hátt í 50 manns mættu með góða skapið í farteskinu í Laugalandsskóg á Þelamörk og söfnuðu stafafurukönglum.

Áður en haldið var út í skóg fræddi Valgerður Jónsdóttir hjá Skógræktinni viðstadda um mismunandi kvæmi stafafuru og hvernig þekkja má tveggja ára köngul. Eftir fræðsluna hélt fólk út í skóginn þar sem búið var að fella stöku tré en einnig var hægt að teygja sig upp í greinar og tína. 

200 þúsund fyrir 100 kíló

Hópurinn náði um eitt hundrað kílóum af könglum, hreinsuðum og vel völdum. Um 200 þúsund krónur fást fyrir könglana sem leggjast beint inn á söfnunarreikning fyrir snjótroðara.

Söfnuninni lýkur 22. febrúar 2022 og verður nú farið á fullt við að vekja athygli á málinu, m.a. biðlað til sveitarfélaga, fyrirtækja á svæðinu og sótti í ýmsa sjóði.

Afrakstur dagsins, 100 kg! Það er einn tíundi af því tonni sem Skógræktin þarf þetta árið.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f