Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Tímabundin veisla fyrir neytendur og reikningurinn sendur á bændur
Skoðun 31. ágúst 2017

Tímabundin veisla fyrir neytendur og reikningurinn sendur á bændur

Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, birti eftirfarandi á Facebook-síðu sinni vegna þeirrar stöðu sem komin er upp varðandi markaðsmál lambakjöts.

„Í fimm mánuði höfum við forsvarsmenn bænda verið í viðræðum við stjórnvöld um aðgerðir til að koma í veg fyrir uppnám á kjötmarkaði með tilheyrandi afkomubrest hjá íslenskum sauðfjárbændum. Þær viðræður hafa ekki enn skilað árangri. Ráðherra landbúnaðarmála hefur ítrekað sagt í fjölmiðlum að ekki sé í boði að beita inngripum í markaðinn, hagsmunir neytenda séu ofar öllu.

Þessi mynd staðfestir allt sem við höfum varað við. Verslunarkeðja, í krafti stærðar sinnar krefur afurðastöðvar um verðlækkun, vitandi það að birgðir séu miklar. Afurðastöð með miklar birgðir og erfiðan rekstur lætur undan þrýstingi.

Það er næsta augljóst að aðrar verslanir munu fylgja í kjölfarið. Niðurstaðan verður verðfall á kjötmarkaði. Vissulega verður tímabundin veisla fyrir okkar ágætu neytendur en reikningurinn fyrir þessum afsláttum verður sendur beint á bændur. Afleiðingin verður áframhaldandi verðlækkun til bænda með tilheyrandi gjaldþrotum og byggðaröskun.

Nettó hefur hér kosið að nota lambalæri sem selt er undir kostnaðarverði sem lokkunarvöru inn í verslanir sínar. Það er að bjóða viðurkennda gæðavöru á óeðlilega lágu verði til að lokka fólk inn í búðirnar vitandi það að flestir grípa með sér ýmsar aðrar nauðsynjar í leiðinni.

Til fróðleiks er áhugavert að rifja upp verðfall sem var á mjólk hjá frændum okkar í Skandinavíu fyrir fáum árum. Sú verðlækkun leiddi til mikill rekstarerfiðleika hjá kúabændum. Norska verslanakeðjan REMA 1000 tók þá stöðu með bændunum og bauð viðskiptavinum upp á að velja mjólk á hærra verði, en tryggði að þeir fjármunir skiluðu sér beint til bænda.

Smásöluverslun á Íslandi ætti að íhuga það að taka stöðu með bændum við þessar erfiðu aðstæður. Í heiðarlegum viðskiptum þurfa einfaldlega allir í virðiskeðjunni að fá sanngjarnan hlut.“
 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...