Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Álfamær frá Prestsbæ og Árni Björn Pálsson unnu lokagrein mótsins. Hjá þeim stendur eigandi gæðingshryssunnar, Anja Egger-Meier frá Sviss.
Álfamær frá Prestsbæ og Árni Björn Pálsson unnu lokagrein mótsins. Hjá þeim stendur eigandi gæðingshryssunnar, Anja Egger-Meier frá Sviss.
Mynd / ghp
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakeppni Landsmóts hestamanna á dögunum.

Í fyrsta sinn í sögu mótsins sigraði hryssa A-flokk gæðinga en Álfamær frá Prestsbæ og Árni Björn Pálsson fögnuðu ákaft sigri eftir jafna keppni. Feðgar tóku tvo bikara með sér heim, en Sigurður Matthíasson á Safír frá Mosfellsbæ fagnaði sigri í B-flokki gæðinga og sonur hans, Matthías, sigraði ungmennaflokk á Tuma frá Jarðbrú eftir að hafa farið Krýsuvíkurleiðina að sigri í gegnum B-úrslit. Kvikmyndastjarna frá Austurlandi, Ída Mekkín Hlynsdóttir, á Marín frá Lækjarbrekku 2 hampaði bikar unglinga eftir afar skemmtilega og jafna keppni átta stúlkna. Viktoría Huld Hannesdóttir á Þin frá Enni heillaði dómara og brekkuna þegar hún stóð uppi sem sigurvegari barna. Jakob Svavar Sigurðsson og Skarpur frá Kýrholti voru ótvíræðir sigurvegarar töltsins og Konráð Valur Sigurðsson varð þrefaldur sigurvegari skeiðgreina. Jón Ársæll Bergmann sigraði fimmgang á Hörpu frá Höskuldsstöðum, Gústaf Ásgeir Hinriksson hreppti fyrsta sæti í fjórgangi á Össu frá Miðhúsum og Ásmundur Ernir Snorrason vann keppni í slaktaumatölti á Hlökk frá Strandarhöfða. Hér eru svipmyndir frá glæsilegri keppni Landsmótsins.

7 myndir:

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f