Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Fósturvísar verða teknir úr færeyskum hryssum og settir í íslenskar merar.
Fósturvísar verða teknir úr færeyskum hryssum og settir í íslenskar merar.
Mynd / Cécile Zahorka
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Höfundur: Hulda Finnsdóttir

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af þeim eru einungis 25 frjóar hryssur.

Félagið Felagið Føroysk ross hefur unnið hörðum höndum að því að bjarga færeyska hrossakyninu og nýjasta hugmyndin er sú að flytja inn íslenskar hryssur, nota þær sem staðgöngumæður, og flytja þær síðan aftur úr landi.

Eitt af helstu baráttumálum félagsins undanfarin ár hefur verið að breyta löggjöf í Færeyjum. Eins og staðan er í dag er útflutningur á færeyska hestinum bannaður en leyfi til útflutnings er eitt af því sem talið er nauðsynlegt til að tryggja afkomu hestakynsins. Árið 2021 var Magnusi Rasmussen, þáverandi umhverfisráðherra Færeyja, afhent áskorun, undirrituð af 1.200 manns, um að breyta lögunum en það bar engan árangur. Bundnar eru vonir við að nýr umhverfisráðherra Færeyja, Høgni Hoydal, bregðist við ákalli félagsins um breytingu á lögunum.

Nýlega fékk félagið styrk, frá ónefndum velunnara, upp á 1,5 milljónir danskra króna sem er jafnvirði rúmlega 30 milljóna íslenskra króna. Hyggst félagið nota styrkinn í ræktunarverkefni sem fellst í að flytja 10 íslenskar hryssur frá Danmörku til Færeyja. Fósturvísar verða síðan teknir úr 10 færeyskum hryssum og fluttar yfir í þær íslensku sem verða síðan aftur fluttar til Danmerkur. Þá munu færeysku folöldin sem fæðast í Danmörku fá vegabréf og má því flytja þau á milli landa. Vonast er til að þetta framtak efli ræktun á færeyska hrossakyninu og fjöldi færeyskra hrossa muni aukast jafnt og þétt.

Skylt efni: færeyski hesturinn

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...