Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Álftir á túnum í Eyjafirði. Á síðustu fjórum árum hefur verið greitt fyrir tjón á 418,4 hektara landi, árið 2021 fyrir 138,9 ha en aðeins fyrir 47,6 ha í fyrra.
Álftir á túnum í Eyjafirði. Á síðustu fjórum árum hefur verið greitt fyrir tjón á 418,4 hektara landi, árið 2021 fyrir 138,9 ha en aðeins fyrir 47,6 ha í fyrra.
Mynd / sá
Fréttir 24. október 2023

Tillaga um veiðar fær ekki brautargengi

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Árlega valda álftir, gæsir og helsingjar skaða á túnum og kornökrum bænda sem verða af uppskeru vegna þeirra.

Þeir hafa tækifæri til að sækja um styrki vegna tjónsins með því að skila tjónamati fyrir 20. október hvert ár í gegnum Afurð, stafrænt stjórnsýslukerfi matvælaráðuneytisins.

Á síðustu fjórum árum hefur verið greitt fyrir tjón á 418,4 hektara landi, samkvæmt upplýsingum frá matvælaráðuneytinu, en til að bændur fái greitt fyrir tjón þurfa þeir að skila inn tjónamati. Mikill munur er á milli ára en langminnst var greitt fyrir tjón í fyrra. Í skýrslu Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins frá árinu 2016 um tjón af völdum álfta og gæsa árin 2014 og 2015 kemur fram að margir bændur tilkynni ekki um tjón í ljósi þess að lítið hafi áunnist í þeirri viðleitni að fá tjón viðurkennt, bætt eða að þeir fái ný úrræði til að verjast tjóninu.

Fimm þingmenn lögðu í september fram tillögu til þingsályktunar um leyfi til veiða á álft, grágæs, heiðagæs og helsingja utan hefðbundins veiðitíma. Þar er farið þess á leit að ráðherra útbúi tillögur um heimild til tímabundinna og skilyrtra veiða á fuglunum á kornökrum og túnum innan tiltekins tímaramma ár hvert. Leyfin yrðu þá veitt þeim svæðum þar sem þörf er talin á aðgerðum vegna verulegs ágangs fugla á tún og kornakra.

Þingsályktunartillagan er byggð á nær samhljóma tillögum sem voru lagðar fram á þremur síðustu löggjafarþingum. Í niðurlagi þingsályktunartillögunnar segir að flutningsmenn telji nauðsynlegt að setja markmið um stærð stofna álfta og gæsa. „Þá er mikilvægt að til verði skýr heimild og áætlun um veiðar á álft og gæs í því skyni að minnka tjón bænda, hvort sem hún felur í sér breytingar á lögum eða eftir atvikum reglugerðum þar að lútandi. Samhliða þessari aðgerð verði gerð áætlun um að tryggja vernd stofnanna.“

Í greinargerð tillögunnar kemur fram að álftin hafi verið friðuð frá árinu 1913 en álftastofninn hafi stækkað verulega. Um 1960 hafi stofninn talið 3-5 þúsund fugla en sé nú talinn um 34.000 fuglar. Einnig kemur fram að stofnstærð grágæsa sé kringum 60.000 fuglar, stofnstærð heiðagæsar sé í sögulegu hámarki og telji nú um 500.000 fugla og varpstofn helsingja hafi einnig fjölgað mikið og sé ekki á válista.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f