Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Frá málþingi Dýraverndarsambands Íslands (DÍS) um stöðu dýravelferðar á Íslandi. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra flutti ávarp í upphafi málþingsins, en á myndinni eru einnig Ágúst Ólafur Ágústsson skýrsluhöfundur, til vinstri, og Sigursteinn Másson fundarstjóri.
Frá málþingi Dýraverndarsambands Íslands (DÍS) um stöðu dýravelferðar á Íslandi. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra flutti ávarp í upphafi málþingsins, en á myndinni eru einnig Ágúst Ólafur Ágústsson skýrsluhöfundur, til vinstri, og Sigursteinn Másson fundarstjóri.
Mynd / Dýraverndarsamband Íslands
Fréttir 29. mars 2023

Tillaga um dýravelferðarstofu

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Þann 14. mars stóð Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) fyrir málþingi um stöðu dýravelferðar á Íslandi.

Til umræðu var meðal annars skýrsla sem Ágúst Ólafur Ágústsson lög- og hagfræðingur vann fyrir DÍS um stöðu mála og tillögur um framtíðarskipulag dýravelferðarmála. Ein af megintillögunum er að sett verði á fót sérstök dýravelferðarstofa Íslands og þar með væri eftirlit með dýravelferð aðskilið frá starfsemi Matvælastofnun. Hugmyndin með aðskilnaðinum er að klippa á hugsanleg hagsmunatengsl matvælaframleiðslu og dýravelferðar.

Með honum yrði gerður greinarmunur á því þjónustuhlutverki sem Matvælastofnun sinnir núna og eftirlitshlutverki þess. Stjórnsýsla dýravelferðar yrði þannig óháð stjórnsýslu matvælaöryggis. Slíkt fyrirkomulag myndi stórauka traust almennings á eftirliti með dýravelferð.

Dýravelferðarmál verði sett undir umhverfisráðuneytið

Í tillögunni er gert ráð fyrir að dýravelferðarstofan heyri undir
umhverfisráðuneytið en ekki matvælaráðuneytið eins og málefnin gera nú.

Meðal annarra tillagna sem stillt er fram í skýrslunni er að leyfisskylda ætti allt búfjárhald á Íslandi, stórauka upplýsingagjöf Matvælastofnunar um meðferð mála og dýraathvarf verði sett á fót þannig að stofnunin geti tryggt aðbúnað þeirra dýra sem hafa verið tekin úr umsjá umráðamanns.

Þá er lagt til að með stofnun nýrrar dýravelferðarstofu verði tíðni eftirlitsheimsókna aukin, ekki síst óboðað eftirlit með alifuglum og svínum, og áhættumat bætt. Tryggja verði skilvirka og skjóta verkferla ásamt auknum málshraða þegar vaknar grunur um illa meðferð á dýrum.

Talin er þörf til að auka sektar- og kæruheimildir Matvælastofnunar og rétt almennings til að kæra hugsanleg brot til lögreglu. Lagt er til að auka valdheimildir stofnunarinnar og tryggja hlutleysi hennar og þeir aðilar sem gerast brotlegir við dýravelferð missi opinberan stuðning við búrekstur sinn.

Loks er lagt til að fagráð um velferð dýra verði eflt og sjálfstæði þess tryggt, auk þess sem stuðningur og samvinna verði aukin við félög sem vinna að velferð dýra.

Reynslusögur af samskiptum við Matvælastofnun

Í skýrslunni er farið yfir starfsemi Matvælastofnunar í dýravelferðarmálum; verkefni og skyldur, úrræði, verklag, auk fyrirkomulags tilkynninga og ábendinga við illri meðferð sem stofnuninni berast.

Þá hefur verið safnað saman reynslusögum fólks af samskiptum við Matvælastofnun vegna ábendinga, þar sem erindum þeirra þótti ekki vera sinnt eða sinnt illa. Í skýrslunni kemur fram að erfitt sé að sannreyna hver viðbrögð Matvælastofnunar voru í einstökum málum eða hvenær þau áttu sér stað þrátt fyrir fullyrðingar viðkomandi einstaklinga. Hins vegar séu frásagnirnar það margar að ástæða er talin vera fyrir stjórnvöld og ekki síst MAST til að taka þessi mál til algerrar endurskoðunar.

Skýrslan er aðgengileg á vef DÍS, dyravernd.is.

Skylt efni: dýravelferð

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...