Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Tillaga að 140 milljón lítra greiðslumarki mjólkur 2015
Fréttir 22. september 2014

Tillaga að 140 milljón lítra greiðslumarki mjólkur 2015

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði leggja til Framkvæmdanefnd búvörusamninga og landbúnaðarráðherra að greiðslumark mjólkur á næsta ári verði 140 milljónir lítra. Þetta er 12% aukning frá yfirstandandi ári og endurspeglar mikla söluaukningu mjólkurafurða og þörf fyrir auknar birgðir til að mæta sveiflum í framleiðslu og sölu. Þetta kemur fram á vef Landssambands kúabænda.

Undanfarin misseri hefur orðið mikil söluaukning, einkum í fitumeiri vörum á borð við smjör, rjóma, osta og nýmjólk.  Samtök afurðastöðva telja að þetta endurspegli gæði framleiðslunnar, hóflegt verð og trú neytenda á hollustu íslenskra mjólkurafurða. Bændur hafa brugðist við söluaukningu með því að fjölga kúm og leggja áherslu á aukna nyt.

Samhliða þessari aukningu á greiðslumarkinu mun Landssamband kúabænda leggja til breytingar á innbyrðis skiptingu beingreiðslna þannig að:


•Hlutdeild A-hluta verði 40% (var 47,67%).
•Hlutdeild B-hluta verði 35% (var 35,45%).
•Hlutdeild C-hluta verði 25% (var 16,88%). ◦Skipting C-greiðslna milli mánaða verði 15% pr. mánuð júní-nóvember og 10% í desember.


Jafnframt verði framleiðsluskylda vegna A-hluta beingreiðslna verði 100% árið 2015, en hún er 95% í ár. Þessar breytingar eru í fullu samræmi við tillögu aðalfundar LK 2014 um þessi málefni.

Þá skal tekið fram að aukning á greiðslumarki mjólkur hefur ekki áhrif á upphæð opinbers stuðnings við mjólkurframleiðsluna./
 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...