Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Tilboðsmarkaður með greiðslumark mjólkur 1. nóvember
Fréttir 1. nóvember 2016

Tilboðsmarkaður með greiðslumark mjólkur 1. nóvember

Höfundur: Vilmundur Hansen

Matvælastofnun bárust 114 gild tilboð um kaup og sölu á tilboðsmarkaði með greiðslumark mjólkur þann 1. nóvember 2016.

Markaðurinn að þessu sinni var sá stærsti frá upphafi fyrir greiðslumark mjólkur og er síðasti tilboðsmarkaður með greiðslumark mjólkur en við tekur innlausnarskylda ríkisins á greiðslumarki frá 1. janúar 2017 til 31. desember 2020. samkvæmt nýjum búvörulögum.

Matvælastofnun, Búnaðarstofa, mun annast innlausn greiðslumarks og skal bjóða til sölu greiðslumark, sem innleyst er, á því verði sem ríkið greiddi fyrir innlausn.

Við opnun tilboða kom fram jafnvægisverð á markaði krónur 205 krónur fyrir hvern lítra mjólkur.

• Fjöldi gildra tilboða um sölu á greiðslumarki mjólkur voru 69, samanborið við 38 á markaði 1. september 2016.
• Fjöldi gildra tilboða um kaup voru 45, samanborið við 38 á markaði 1. september 2016.
• Greiðslumark sem boðið var fram, sölutilboð, voru alls 5.941.905 lítrar, samanborið við 1.877.244 lítrar á markaði 1. september 2016.
• Greiðslumark sem óskað var eftir, kauptilboð, voru 3.580.580 lítrar, samanborið við 2.452.800 lítrar sem óskað var eftir á markaði 1. september 2016.
• Greiðslumark sem viðskipti ná til eftir opnun tilboða, jafnvægismagn, voru 2.706.508 lítrar að andvirði  554.834.140 kr., samanborið við 1.624.411 lítrar, 389.858.640 kr., á markaði 1. september 2016. 
• Kauphlutfall viðskipta er 75.59%, á markaði 1. september 2016 var kauphlutfallið 90,58%.

Þeir sem lögðu inn tilboð um sölu á greiðslumarki á verði 205 krónur á lítrann eða lægra selja nú greiðslumark sitt. Matvælastofnun, Búnaðarstofa, mun nú senda öllum tilboðsgjöfum upplýsingar um afgreiðslu tilboða og gera breytingar á skráningu greiðslumarks þegar uppgjör hefur farið fram. Upplýsingar um greiðslumark sitt geta bændur nálgast á Bændatorginu.
 

Skylt efni: Mjólk | kvótamarkaður

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f