Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Nábrækur verða komnar í verslanir fyrir jól.
Nábrækur verða komnar í verslanir fyrir jól.
Mynd / Sigurður Atlason
Skoðun 11. nóvember 2014

Tilberar, nábrækur og flæðarmús − eru mestu þarfaþing

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í íslenskri þjóðtrú er sagt frá margs konar fyrirbærum og er tilberi eitt af þeim. Eins og nafnið gefur til kynna er veran sem sköpuð er með göldrum til þess ætluð að bera björg í bú. Nábrækur og flæðarmús eru einnig hin mestu þarfaþing.

Samkvæmt þjóðtrúnni voru það aðallega konur sem sköpuðu tilbera og var það gert með því að vefja mannsrifi, sem fengið var úr kirkjugarði, í gráan ullarflóka og geyma það við brjóst sér. Til að lífga tilbera við þarf að ganga til altaris og spýta messuvíni í barminn og á rifið að minnsta kosti þrisvar sinnum eða þar til beinið lifnar við.

Sjúga blóð innanlæris

Fyrr á tímum voru tilberar aðallega notaðir til ferða á næstu bæi til að sjúga mjólk úr kúnum og bera heim til tilberamóðurinnar. Eftir að heim var komið gubbaði fyrirbærið mjólkinni í ílát og fékk að sjúga blóð innanlæris á tilberamóðurinni að launum.

Vitað er að seinni tíma tilberar hafi verið sendir á öldurhús og lagst þar á bjórkrana og oftar en ekki orðið svo ofurfullir að þeir hafa gubbað megninu af vökvanum úr báðum endum áður en þeir hafa komist heim.

Nábrækur

Ná­brækur eru annað þarfaþing, eða gjald­buxur, sem draga til sín fé. Sá sem vill eignast slíka flík þarf að gera samning við einhvern lifandi um að mega fá af honum skinnið eftir andlátið. Eftir að sá sem á skinnið er látinn og grafinn verður sá sem samninginn um það gerði að grafa líkið upp og flá af því skinnin ofan frá mitti og niður úr. Gæta verður þess að hvergi komi gat á skinnið við verkið því þá verðar brækurnar gagnslausar. Því næst skal viðkomandi fara í skinnbuxurnar eða holdsmokkinn sem óðar grær við húðina og verður hluti af holdinu. Áður en brækurnar koma að notum verður að stela peningi frá fátækri ekkju á einhverri hinna þriggja stórhátíða ársins á milli pistils og guðspjalls og láta í pung nábrókarinnar. Eftir það draga brækurnar í sig fé og pungurinn aldrei tómur þegar eigandinn leitar í honum.

Sá annmarki fylgir nábrókum að sá sem á annað borð er kominn í þær kemst ekki úr þeim með góðu móti. Besta ráðið til að losa sig úr þeim er að fá annan mann sér til hjálpar og fara í buxurnar sjálfviljugur. Verður sá sem fær buxurnar að fara í hægri skálmina jafnóðum og eigandinn fer úr þeim. Takist það verður ekki aftur snúið. Vonandi verða nábrækur komnar í verslanir fyrir jól.

Flæðamús
Flæðarmýs eru litlir sjávarhryggleysingjar og þeirrar náttúru gæddar að draga fé úr sjó. Til að veiða slíkt kvikindi þarf hár af óspjallaðri mey sem riðið er í örfínt net sem lagt er í sjó. Veiðist flæðarmús í netið skal fara með hana heim og gæta vel. Því næst skal stela peningi og leggja undir kvikindið. Eftir það dregur það fé úr sjó fyrir eiganda sinn.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...