Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Tíðni smits í innfluttu alifuglakjöti minni en í upprunalandinu
Fréttir 31. júlí 2015

Tíðni smits í innfluttu alifuglakjöti minni en í upprunalandinu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í rannsókn Matvælastofnunar og heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga kom í ljós að salmonella greindist ekki í erlendum afurðum sem vottað var að væru lausar við salmonellu. Tíðni kampýlóbakter var minni en almennt gerist í alifuglaafurðum erlendis enda afurðirnar frosnar við komuna til landsins. Einn kampýlóbakterstofn reyndist lyfjaþolinn.

Matvælastofnun og heilbrigðiseftirlit sveitafélaganna hafa látið rannsaka salmonellu og kampýlóbakter í erlendu alifuglakjöti á markaði á Íslandi og mæla sýklalyfjaþol þeirra stofna sem greindust, en sýklalyfjaþol sjúkdómsvaldandi örvera er mikið áhyggjuefni heilbrigðisyfirvalda um allan heim.

Kjúklingakjöt 90% af innfluttu alifuglakjöti
Tekin voru 115 sýni af hráu, frosnu erlendu alifuglakjöti. Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga sá um sýnatökur á almennum markaði en Matvælastofnun í kjötvinnslum. Sýnataka hófst í júlí 2014 og lauk í janúar 2015.

Markaðshlutdeild framleiðslulanda og tegunda alifuglakjöts árið 2013 réðu skiptingu sýna. Stærsti hluti erlends alifuglakjöts hér á landi er framleiddur í Þýskalandi og því næst í Danmörku.

Kjúklingakjöt var tæp 90 % þess alifuglakjöts sem flutt var til landsins árið 2013. Aðrar tegundir voru anda- kalkúna- og gæsakjöt. Tekin voru 100 sýni af kjúklingakjöti, 6 sýni af andakjöti, 6 sýni af kalkúnakjöti og 3 sýni af gæsakjöti.

Salmonella í einu sýni
Salmonella greindist í einu sýni af þeim 115 sýnum sem tekin voru til greiningar og voru þær afurðir innkallaðar. Mistök höfðu átt sér stað við afgreiðslu vörunnar inn í landið og var í kjölfarið verklag bætt til að koma í veg fyrir að slíkt gerist aftur.

Salmonellustofninn reyndist næmur fyrir öllum sýklalyfjum sem prófað var fyrir.

Salmonella greindist ekki í sýnum af alifuglum úr sendingum sem voru með fullnægjandi vottorð um að þær væru lausar við salmonellu.

Kampýlóbakter í fimm sýnum
Kampýlóbakter greindist í 5 sýnum af þeim 115 sýnum sem tekin voru til greiningar, þ.e. í þremur sýnum af andakjöti og í tveimur sýnum af kjúklingakjöti.

Einn stofn kampýlóbakter reyndist fjölónæmur, þ.e. hann var ónæmur fyrir fjórum af þeim sex lyfjum sem prófað var fyrir. Þrír stofnar voru ónæmir fyrir einu eða tveimur lyfjanna og einn stofn var næmur fyrir öllum lyfjum sem prófað var fyrir.

Óvarlegt er að draga miklar ályktanir af niðurstöðum þessa verkefnis, en þó má segja að þær ríma vel við skýrslu EFSA ( Matvælaöryggisstofnun Evrópu ) um sjúkdóma sem smitast milli manna og dýra og sýklalyfjaþol örveranna sem þeim valda.

Tíðni kampýlóbakter í alifuglakjöti er almennt talsvert hærri í þeim löndum sem afurðirnar koma frá en hér á landi. Þekkt er að fækka má verulega fjölda kampýlóbakter með því að frysta afurðirnar, en alifuglakjötið sem rannsakað var í þessu verkefni hafði verið frosið í minnst  fjórar vikur.
 

Skylt efni: alifuglar | innflutningur | Matís

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f