Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Myndir: Björgunarfélag Hornafjarðar
Myndir: Björgunarfélag Hornafjarðar
Fréttir 28. september 2017

Þyrla Landhelgisgæslunnar leitar að innlyksa fé

Höfundur: Vilmundur Hansen

Gríðarlegar rigningar hafa verið á Austurlandi undanfarna daga og samkvæmt veðurspá mun rigna áfram næstu daga. Búið er að koma um hundrað kindum í skjól og mun þyrla Landhelgisgæslunnar fljúga yfir svæðið í dag og leita eftir innlyksa fé.

„Við höfum leitað eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar til að leita að fé sem er innlyksa vegna rigningarinnar og þyrlan mun fljúga yfir í dag og leita eftir því,“ sagði Friðrik Jónas Friðriksson hjá Björgunarfélagi Hornafjarðar í samtali við Bændablaðið fyrir stuttu.

 

Hólmsá rauf varnargarða
Gríðarleg rigning hefur verið á Suðaustur- og Austurlandi undanfarna daga og er spáð áframhaldandi rigningu næstu daga. Friðrik segir að vegna rigninganna hafi mikið vatn safnast fyrir. „Hólmsá rauf varnargarða í gær og vegna þess rauf vegagerðin veginn á þremur stöðum, rétt austan Hólmsár og við bæina Hólm og Árbæ á Mýrum, til að létta á vatnsflaumnum ofan við veginn til að bjarga honum og minnka tjónið.“

Þegar Bændablaðið náði tali af Friðriki í morgun var enn rok og rigning á Mýrunum. „Ég held þetta hljóti að vera vatnið sem týndist í fellibylnum í Bandaríkjunum og að það hafi hreinlega fokið hingað.“ Friðrik segir að spáð sé nokkurra klukkutíma uppstyttu í dag en að svo eigi að byrja að rigna aftur í nokkra daga.

Búið að bjarga um hundrað fjár
Björgunarsveitarmenn eru búnir að vinna sleitulaust við að bjarga fé sem hefur lokast af vegna rigninganna. „Við erum búnir að sækja hátt í hundrað fjár og koma því í skjól en vitum að það er eitthvað af fé enn úti en satt best að segja vitum ekki hversu margt það er né hvar það er. Það er ástæðan fyrir því að við óskuðum við eftir aðstoð Gæslunnar til að yfirfljúga svæðið og leita að því.“

Friðrik segist ekki vita til að matjurta- eða kartöflugarðar hafi orðið fyrir tjóni en að mikið af ræktuðu landi, aðallega tún, standi á kaf í vatni. „Líklega hefur mikið af girðingum slitnað og svo gaf nýja göngubrúin yfir Hólmsá uppi við jökul sig í vatnavöxtunum en ekki er vitað um annað tjón á brúm, vélum eða húsum enn sem komið er.“

Í morgun voru fimm björgunarsveitarmenn að störfum frá Björgunarfélagi Hornafjarðar vegna rigninganna en þegar mest var voru þeir tuttugu.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f