Þykkir kaðlavettlingar
Fallegir og hlýir vettlingar prjónaðir úr Drops Snow sem verma í kuldanum. Drops Snow er á 30% afslætti í nóvember.
DROPS Design: Mynstur ee-784
Stærðir: S/M (M/L) L/XL
Ummál: Ca 17½ (19) 19 cm. Lengd: Ca 25 (26) 27 cm.
Garn: DROPS SNOW (fæst í Handverkskúnst) 100 (100) 100 gr litur á mynd nr 99, Norðursjór
Prjónar: Sokkaprjónar nr 6 og 7. Kaðalprjónn
Prjónfesta: 12 lykkjur x 15 umferðir með sléttprjóni með prjóna nr 7 = 10 x 10 cm.
Leiðbeiningar útaukning: Aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður þannig:
Á undan lykkju með merki (á við um hægri vettling): Prjónið uppsláttinn slétt í aftari lykkjubogann. Lykkjan snýr til vinstri.
Á eftir lykkju með merki (á við um vinstri vettling): Lyftið uppslættinum af prjóni og setjið uppsláttinn til baka á prjóninn í gagnstæða átt, prjónið uppsláttinn slétt í fremri lykkjubogann. Lykkjan snýr til hægri.
HÆGRI VETTLINGUR: Fitjið upp 24 (26) 26 lykkjur á sokkaprjóna nr 6 með DROPS Snow. Prjónið 1 umferð slétt.
Prjónið stroff hringinn þannig (= 1 slétt, 1 brugðið) í 3 (3) 3 cm. Skiptið yfir á sokkaprjóna nr 7 og prjónið þannig: Prjónið A.1 – aukið er út um 1 lykkju og fækkað um 4 lykkjur = 21 (23) 23 lykkjur. Prjónið A.2 yfir lykkjur í A.1 (6 merktu lykkjurnar í A.1 eiga að passa við 6 merktu lykkjurnar í A.2). Það er einnig sett merki fyrir op fyrir þumalfingur sem á að nota síðar (sjá svarta stjörnu í mynsturteikningu A.2), jafnframt þegar stykkið mælist 5 (5) 3½ cm byrjar útaukning fyrir þumalfingur – lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING í útskýringu að ofan. Aukið út 1 lykkju á UNDAN lykkju með merki í annarri hverri umferð alls 6 (7) 8 sinnum = 27 (30) 31 lykkjur. Munið að fylgja prjónfestunni. Þegar stykkið mælist 13 (14) 14½ cm (útaukning fyrir þumalfingur á nú að vera lokið), setjið lykkjur á þráð fyrir þumalfingur þannig:
Prjónið eins og áður fram þar til 6 (7) 8 lykkjur eru eftir að lykkju með merki í, setjið næstu 6 (7) 8 lykkjur (ásamt lykkju með merki) á þráð fyrir þumalfingur, fitjið upp 1 nýja lykkju í umferð og prjónið 10 (10) 10 síðustu lykkjur í umferð = 22 (24) 24 lykkjur.
Prjónið A.3 yfir A.2 (6 merktu lykkjurnar í A.2 eiga að passa við 6 merktu lykkjurnar í A.3) þar til stykkið mælist 23 (24) 25 cm – stillið af að það séu minnst 2 umferðir á eftir sunning í kaðli í A.3, það eru eftir ca 2 (2) 2 cm að loka máli. Prjónið A.4 yfir A.3. Þegar mynsturteikning hefur verið prjónuð til loka eru 10 (12) 12 lykkjur í umferð.
Prjónið 2 og 2 lykkjur slétt saman = 5 (6) 6 lykkjur. Klippið þráðinn, þræðið þráðinn í gegnum þær lykkjur sem eru eftir, herðið á þræði og festið vel.
Vettlingurinn mælist ca 25 (26) 27 cm.
ÞUMALL: Setjið 6 (7) 8 þumallykkjurnar af þræði á sokkaprjóna nr 7, prjónið einnig upp 3 lykkjur í lykkjuna sem fitjuð var upp á vettlingi (prjónið upp 1 lykkju í lykkjuna sem fitjuð var upp og 1 lykkju hvoru megin við þessa lykkju) = 9 (10) 11 lykkjur. Prjónið sléttprjón hringinn þar til þumalfingurinn mælist ca 5 (5½) 6 cm – það er eftir ca 1 (1) 1 cm að loka máli.
Prjónið 1 (0) 1 lykkju slétt, prjónið 2 og 2 lykkjur slétt saman = 5 (5) 6 lykkjur. Prjónið 1 (1) 0 lykkjur slétt, prjónið 2 og 2 lykkjur slétt saman = 3 (3) 3 lykkjur.
Klippið þráðinn, þræðið í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið á þræði og festið vel.
Þumalfingurinn mælist ca 6 (6½) 7 cm.
VINSTRI VETTLINGUR: Fitjið upp 24 (26) 26 lykkjur á sokkaprjóna nr 6 með DROPS Snow.
Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið stroff hringinn þannig (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 3 (3) 3 cm. Skiptið yfir á sokkaprjóna nr 7 og prjónið þannig: Prjónið A.1 – aukið er út um 1 lykkju og fækkað um 4 lykkjur = 21 (23) 23 lykkjur. Prjónið A.2 yfir lykkjur í A.1 (6 merktu lykkjurnar í A.1 eiga að passa við 6 merktu lykkjurnar í A.2). Það er einnig sett merki fyrir op fyrir þumalfingur sem á að nota síðar (sjá hvíta stjörnu í mynsturteikningu A.2), jafnframt þegar stykkið mælist 5 (5) 3½ cm byrjar útaukning fyrir þumalfingur – lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING í útskýringu að ofan. Aukið út 1 lykkju á EFTIR lykkju með merki í annarri hverri umferð alls 6 (7) 8 sinnum = 27 (30) 31 lykkjur. Þegar stykkið mælist 13 (14) 14½ cm (útaukning fyrir þumalfingur á nú að vera lokið), setjið lykkjur á þráð fyrir þumalfingur þannig: Prjónið eins og áður fram til og með lykkju með merki í, setjið næstu 6 (7) 8 lykkjur á þráð fyrir þumalfingur, fitjið upp 1 nýja lykkju í umferð og prjónið síðustu lykkju í umferð = 22 (24) 24 lykkjur. Prjónið A.3 yfir A.2 (6 merktu lykkjurnar í A.2 eiga að passa við 6 merktu lykkjurnar í A.3) þar til stykkið mælist 23 (24) 25 cm – stillið af að það séu minnst 2 umferðir á eftir snúning í kaðli í A.3, það eru eftir ca 2 (2) 2 cm að loka máli. Prjónið A.4 yfir A.3. Þegar mynsturteikning hefur verið prjónuð til loka eru 10 (12) 12 lykkjur í umferð.
Prjónið 2 og 2 lykkjur slétt saman = 5 (6) 6 lykkjur. Klippið þráðinn, þræðið þráðinn í gegnum þær lykkjur sem eru eftir, herðið á þræði og festið vel. Prjónið þumalfingur á sama hátt og á hægri vettlingi.


