Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Þykk og góð hipsterhúfa
Hannyrðahornið 20. febrúar 2024

Þykk og góð hipsterhúfa

Höfundur: Stelpurnar í Handverkskúnst.

Fljótprjónuð húfa úr DROPS Snow á prjóna númer 7. Snow er ullargarn sem fæst í 58 litbrigðum og ættu allir að finna lit sem þeim líkar.

Garnið er á 30% afslætti hjá okkur í Handverkskúnst út febrúar og kostar dokkan 384 kr. eða 441 kr. eftir því hvaða litur verður fyrir valinu.

DROPS mynstur: 242-46

Stærðir: S/M – M/L

Höfuðmál: um 54/56 – 56/58 cm

Hæð með uppábroti á kanti: Um 24 -26 cm Garn: DROPS SNOW fæst í Handverkskúnst. 150 - 150 g, Ljósblár, litur nr 12.

Aðrir litir á mynd: Páfagaukagrænn litur 103, Kóboltblár litur 104, Límonaði litur 106, Púðurbleikur litur 51, Magenta litur 105.

Prjónar: Hringprjónar nr 6 og nr 7, 40 cm. Sokkaprjónar nr 7.

Prjónfesta: 12 lykkjur á breidd og 16 umferðir á hæð með sléttprjóni = 10 x 10 cm.

Útaukning: Prjónið þar til 1 lykkja er eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerkið situr á milli þessa 2 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn.

Endurtakið við hvert prjónamerki.

Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður mismunandi eftir því hvort hann er á undan eða á eftir prjónamerkinu. Á UNDAN prjónamerki: Lyftið uppslættinum af prjóni og setjið til baka á prjóninn í gagnstæða átt og prjónið í fremri lykkjubogann – lykkjan snýr til hægri. Á EFTIR prjónamerki:

Prjónið uppsláttinn í aftari lykkjubogann – lykkjan snýr til vinstri.

Uppskriftin: Húfan er prjónuð í hring ofan frá og niður, byrjað er með sokkaprjónum og skipt yfir á hringprjón eftir þörf.

Fitjið upp 6 lykkjur á sokkaprjóna nr. 7

1. umf: *Prjónið 1 lykkju slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn*, prjónið frá *-* út umferðina.

2. umf: Prjónið slétt, uppslátturinn er prjónaður snúinn slétt = 12 lykkjur.

Setjið 4 prjónamerki í stykkið, prjónamerkin eru sett á milli lykkja þannig að það eru 3 lykkjur á milli prjónamerkja.

Lesið útskýringu á útaukningu að ofan, prjónið sléttprjón og aukið út um 1 lykkju hvoru megin við hvert prjónamerki. Aukið svona út í annarri hverri umferð þar til aukið hefur verið út alls 4-5 sinnum, síðan er aukið út í þriðju hverri umferð alls 2-1 sinnum = 60 lykkjur. Útaukning í stærð S/M er lokið.

Fyrir stærð M/L: Prjónið 2 umferðir án útaukninga og prjónið síðan 1 umferð þar sem einungis er aukið út hvoru megin við 2 prjónamerki = 64 lykkjur.

Báðar stærðir: Prjónið í hring í sléttprjóni þar til stykkið mælist ca 20-21 cm. Snúið stykkinu þannig að hægt sé að prjóna áfram frá röngu. Prjónið 1 umferð slétt og aukið út um 4 lykkjur jafnt yfir umferðina = 64-68 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón nr. 6. Prjónið stroffprjón (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 13-14 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Húfan mælist 33-35 cm frá uppfitjunarkanti. Snúið húfunni til baka að réttu, brjótið uppá stroffið ca 9 cm tvöfalt að réttu. Þræðið þráðinn í gegnum lykkjurnar frá uppfitjunarkanti, herðið að og festið vel.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f