Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Valahnúkur í Þórsmörk í maí 1953.
Valahnúkur í Þórsmörk í maí 1953.
Mynd / Einar Þór Guðjohnsen
Á faglegum nótum 7. janúar 2019

Því meira aðdráttarafl sem landið er grænna

Höfundur: Pétur Halldórsson og Hreinn Óskarsson
Stór hluti Íslands er rofið land. Víðerni landsins eru verðmæti og um þau þarf að standa vörð eins og önnur náttúruverðmæti. Engum blöðum er um það að fletta að hingað sækir fólk hvaðanæva að úr heiminum til að njóta náttúrunnar og ekki síst víðlendra svæða þar sem lítið eða ekkert sést af mannvirkjum. 
 
Gjarnan gleymist þó að eitt sinn var Ísland miklu betur gróið en nú er. Þá voru víðernin græn. Nú eru þau víða svört. Spyrja má sig að því hvort svarti liturinn hafi það aðdráttarafl sem helst laðar til landsins ferðafólk í milljónatali. Sækja ferðamenn síður í þau svæði þar sem land hefur verið grætt upp með lággróðri, kjarri eða skógum?
 
Binding gróðurhúsalofttegunda
 
Þótt ítarlegri rannsóknir skorti benda mælingar á öndun að og frá þurrlendisvistkerfum til þess að frá rýru og rofnu landi á Íslandi losni mikið af gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið. Þar er gamall jarðvegur að rotna, jarðvegurinn sem fóstraði gróðurinn á þessum svæðum meðan þau voru græn. Með því að græða slík svæði upp má ekki aðeins draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi, heldur snúa losun landsvæðanna yfir í bindingu.
 
Nokkur ferðaþjónustufyrirtæki taka þegar þátt í uppgræðslu- og skógræktarverkefnum og nýta þá leið til kolefnisjöfnunar. Fræða þarf ferðamenn um hvernig gróðurþekja og jarðvegur landsins hefur eyðst frá landnámi. Það er mikilvægt svo þeir skilji betur hversu nauðsynlegt er að græða upp land og rækta skóg, ekki aðeins til kolefnisjöfnunar heldur til að byggja upp jarðveg og gróður og breiða skóglendi út á ný. 
 
Skógareyðing er eitt alvarlegasta umhverfisvandamál heims
 
Uppgræðsla auðna og rofsvæða á Íslandi er nauðsynlegt og verðugt framlag landsins til sameiginlegrar baráttu jarðarbúa gegn loftslagsbreytingum. Skógareyðing er eitt alvarlegasta umhverfisvandamál heims. Þar eiga Íslendingar sína sök. En fyrir þá sök má bæta, meðal annars með því að örva útbreiðslu birkis og víðis á víðernum landsins. Það yrðu dásamleg víðerni.
 
Dimmuborgir og Skaftafell eru góð dæmi um vinsæla ferðamannastaði þar sem snúið hefur verið við jarðvegs- og skógareyðingu. Þessir staðir eru meðal vinsælustu ferðamannastaða á landinu. 
 
Það sama má segja um Þórsmörk. Nú styttist í að unnið hafi verið að beitarfriðun og uppgræðslu á Þórsmerkursvæðinu í heila öld. Þegar það starf hófst um 1920 blasti við að Þórsmörk og nærliggjandi afréttir yrðu að eyðimörk. Þeirri þróun var snúið við og nú er Þórsmörk orðin græn á ný. Aðdráttarafl hennar verður því meira sem hún verður grænni. 
 
Meðfylgjandi myndir segja meira en mörg orð. Þá eldri tók Einar Þór Guðjohnsen árið 1953 og þá yngri Hreinn Óskarsson í sumar sem leið. Með framlögum til uppgræðslu og skógræktar getur ferðaþjónustan gert margt í einu, bundið kolefnið sem losnar vegna starfseminnar, endurheimt horfin vistkerfi og aukið vitund ferðamanna fyrir umhverfisvernd. Því meira aðdráttarafl sem landið er grænna.
 
Valahnúkur í Þórsmörk sumarið 2018. Mynd / Hreinn Óskarsson
 
 
Pétur Halldórsson
kynningarstjóri Skógræktarinnar
 
 
Hreinn Óskarsson, 
sviðstjóri samhæfingarsviðs Skógræktarinnar
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...