Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Þverá
Bóndinn 13. janúar 2022

Þverá

Daníel Atli er fæddur og uppalinn í Klifshaga í Öxarfirði. Berglind er fædd og uppalin í Lýtingsstaðahreppi hinum forna. Árið 2019 kaupa þau kindur og vélar og taka jörðina á leigu af ömmusystur Daníels og manni hennar, þeim Árdísi og Tryggva, en þau búa í öðru húsi á jörðinni og eru með nokkrar kindur líka. 

Býli: Þverá.

Staðsett í sveit: Þessi Þverá er í Reykjahverfi.

Ábúendur: Daníel Atli Stefánsson og Berglind Heiða Guðmundsdóttir.

Fjölskyldustærð (og gæludýra): Daníel Atli Stefánsson og Berglind Heiða Guðmundsdóttir.

Stærð jarðar?  4.000 ha.

Gerð bús? Sauðfjárbú.

Fjöldi búfjár og tegundir? Í vetur eru 325 ær, 93 gimbrar, 14 hrútar og 8 smálömb. Hestarnir eru tveir þótt þeim sé laumað annað á veturna.  

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Þeir eru eðli málsins samkvæmt jafn misjafnir og þeir eru margir. Sauðburður tekur allan tíma á vorin og sumrin fara í heyskap. Daníel fer í rúningsverktíðir í mars og nóvember. Einnig grípur hann í aðra vinnu þegar tími gefst. Berglind starfar utan bús sem sjúkraliði á Húsavík en er í veikindaleyfi. 

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Það er alltaf skemmti-legast að ragast í lömbum á haustin, sérstaklega ef þau eru sæmileg eftir sumarið. Sauðburður alltaf skemmtilegur líka ef vel gengur. Leiðinlegast er að setja fullorðinsnúmer í líflömbin og þegar dýr veikjast.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Vonandi með svipuðum hætti, kannski nokkrum kindum meira ef allt gengur upp.

Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í framleiðslu íslenskra búvara? Með því að leggja þessa ágætu vöru fram á aðeins seljanlegri máta. Fólk virðist hafa minni tíma en áður og því þarf að svara þeirri köllun neytenda að varan sé í fjölskylduvænni umbúðum og þannig fram sett að menn vilji kaupa vöruna. 

Á sama tíma verðum við bændur að leggja okkur fram við að framleiða vöru sem við getum verið stoltir af að leggja á markað til neytenda. Hugsanlega væri þá betra ef afurðaverð væri þannig að enn meira væri borgað fyrir góða vöru og enn minna fyrir lakari vöru.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, smjör og ostur.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Feitt kjöt af veturgömlum kindum. Í öllum mögulegum framsetningum.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar við vorum heilan dag að keyra heim rúllum.

Berglind dró vagninn og Daníel setti á og tók af á annarri vél. Við brunuðum til Akureyrar um kvöldið og daginn eftir fæddist Pétur Björn.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f