Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Þúsundir Íslendinga með eignir í skattaskjólum
Fréttir 28. nóvember 2014

Þúsundir Íslendinga með eignir í skattaskjólum

Höfundur: Vilmundur Hansen

„Þegar við höfum rætt þetta við kollega okkar erlendis eru menn almennt hissa á því hvað stór hluti þjóðarinnar virðist hafa átt eignir í skattaskjólum,“ segir Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri.

Í Viðskiptablaðinu er haft eftir Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóra að þekkt sé að Íslendingar eigi eignir í erlendum skattaskjólum þótt erfitt sé að festa reiður á það hversu stór sú eign er eða hversu margir Íslendingar hafa lagt fé sitt í skattaskjól.

„Jafnvel aðilar sem hafa ekki haft neina gífurlega fjármuni stóðu í þessu, en þetta fór fyrst og fremst í gegnum útibú bankanna í Lúxemborg. Það var viss hjarðhegðun með þetta og einhverjir hafa borið því við að fólki hafi verið ráðlagt að koma eignum fyrir í skattaskjólum af sínum bönkum. Einn af þeim sem hafa boðið okkur upplýsingar um eignastöðu Íslendinga í skattaskjólum til kaups er með gögn um einhverjar þúsundir félaga og hefur tilkynnt okkur það að Ísland sé þar í þriðja sæti yfir fjölda aðila.“

Af þessu má ætla að íslenskir bankar hafi hreinlega ráðlagt og hjálpað fólki að stinga peningum undan og svíkja íslenska ríkið um skatttekjur.

Eins og flestir vita er í skoðun að skattrannsóknarstjóri kaup upplýsingar erlendis frá um eignir Íslendinga í skattaskjólum eins og margar þjóðir hafa gert og innheimt háar upphæðir í skatttekjur í kjölfarið.

Væntanlega má búast við ákvörðun um kaupin verði tekin fljótlega og að hún verði jákvæð.
 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...