Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Þúsund ára gömul baobab í Afríku drepast vegna veðurfarsbreytinga
Fréttir 3. júlí 2018

Þúsund ára gömul baobab í Afríku drepast vegna veðurfarsbreytinga

Höfundur: Vilmundur Hansen

Nokkur af efstu baobab í Afríku hafa drepist síðustu árin. Talið er að trén, sem eru milli 1.100 og 2.500 ára gömul hafi drepist vegna veðurfarsbreytinga vegna hlýnunar jarðar.

Baobab, eða apabrauðstré eins og þau kallast á íslensku, eru gríðarlega stofnmikil og líta stundum út, vegna sérkennilegrar greinabyggingar, eins og þau standi á hvolfi með ræturnar upp í loft. Trén ná fimm til þrjátíu metra hæð og getur stofn þeirra náð ellefu metrum að þvermáli. Apabrauðstré eru í hópi með þeim blómstrandi trjám sem ná hæstum aldri í heiminum og vitað er um baobab tré sem hafa orðið ríflega 3.000 ára gömul.

Síðustu tólf ár hafa níu af þrettán elstu trjánum drepist eða drepist að hluta, að því er segir í tímaritinu Nature Plants. Óvenjulegt er að svo mörg gömul apabrauðstré drepist á svo skömmum tíma og er talið að ástæða þess séu veðurfarsbreytingar af mannavöldum.

Meðal þeirra níu trjáa sem hafa drepist eru fjögur af þeim stærstu í Afríku.

Á árunum 2005 til 2017 var safnað upplýsingum um sextíu elstu og stærstu baobab tré Afríku og trén mæld og skoðuð í bak og fyrir. Trén finnast í suðurhluta álfunnar. Aðallega í Simbabve, Namibíu, Suður-Afríku, Botsvana og Sambíu. Tilgangur rannsóknanna var meðal annars að komast af því hvernig tré ná eins háum eldri og raun ber vitni. Til þessa hafa apabrauðstré staðið af sér aldaágang dýra og lifað af skógarelda án þess að láta á sjá.

Umfangsmikill bolur trjánna safnar í sig vatni sem það geymir og nýtir á þurrkatímum. Auk þess sem trén gefa af sér aldin sem nýtt er sem fæða bæði af mönnum og dýrum. Laufið er soðið og sagt er að það bragðist eins og spínat eða þá að laufið er nýtt til lækninga. Börkurinn sem er trefjaríkur er notaður til vefnaðar í reipi, körfur, klæði og höfuðföt. 

Skylt efni: trjádauði | Afríka | Baobab

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...