Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Unnsteinn Snorri Snorrason, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda.
Unnsteinn Snorri Snorrason, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda.
Fréttir 12. apríl 2019

Þungt hljóð í sauðfjárbændum vegna orða landgræðslustjóra um landnýtingu

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Á dögunum var haldin fag­ráðstefna skógræktar 2019. Þar voru flutt fjölmörg áhugaverð erindi. Meðal annars flutti Árni Bragason landgræðslustjóri erindi um aðgerðir í loftslagmálum – áherslur landgræðslunnar. Samantekt á erindi Árna birtist á heimasíðu Skógræktarinnar auk þess sem útdráttur er birtur í ráðstefnuriti. Landgræðslustjóri fer víða í erindi sínu og fjallar m.a. um hlýnun jarðar, nýtt skipurit Landgræðslunnar og um ný landgræðslulög. Ummæli Árna um stöðu nokkurra afréttarsvæða á landinu vöktu nokkra athygli enda kallar landgræðslustjóri eftir pólitískum vilja til að loka þessum beitilöndum með tilheyrandi forsendubrest fyrir sauðfjárbúskap á svæðinu.
 
Sauðfjárbændur á þessum svæðum og víðar um land hafa átt í miklu og góðu samstarfi við Landgræðsluna. Ber þar hæst verkefnið Bændur græða landið, sem hefur skilað miklum árangri og kannski ekki síður stuðlað að góðu og öflugu samtali milli bænda og Landgræðslunnar. Þá er verkefnið Grólind framtíðarverkfæri til að fylgjast með ástandi lands.  Bændur bera miklar vonir til þess verkefnis enda hefur vinna við það gengið vel.
 
Á kynningarfundi Grólindar sem haldinn var í Brautarholti á Skeiðum mætti landgræðslustjóri til að skýra mál sitt fyrir bændum. Það var þungt hljóð í fundarmönnum og mikill hiti í umræðum.
 
Ummælin hitta bændur illa fyrir
 
„Ég hef fengið fjölmörg símtöl frá bændum eftir að þessi ummæli féllu í síðustu viku. Ummælin hitta bændur illa fyrir,“ segir Unnsteinn Snorri Snorrason, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda.
„Ég tel mikilvægt að land­græðslu­stjóri fái ráðrúm til að skýra betur ummæli sín. Við verðum að byggja samtalið milli landgræðslu og bænda á trausti. Bændum þykir að landgræðslan sé búin að gefa sér fyrirfram niðurstöður á ástandsmati þeirra afrétta sem tilteknir voru í erindi landgræðslustjóra og spyrja sig því einfaldlega hvers vegna  verið sé að vinna að Grólindarverkefninu ef niðurstaðan er komin fram.“
 
Afkoman byggir á sjálfbærri landnýtingu
 
„Afkoma sauðfjárbænda byggir á því að landnýting sé sjálfbær.  Þess vegna skiptir okkur miklu máli að Grólindarverkefnið verði öflugt verkfæri sem skilar okkur upplýsingum um ástand lands og framvindu þess. Afurð Grólindar eru gögn sem nýtast bændum beint til að bæta landnýtingu og ekki síður til að stunda markvissar landbætur. Það er ljóst að reynsla og fagþekking innan Landgræðslunnar er algjör forsenda fyrir þessu verkefni og við ætlumst til mikils af samstarfi við Landgræðsluna á þessu sviði. Enda viljum við vinna með öllum sem koma fram við okkur á sanngjarnan og málefnalegan hátt,“ segir Unnsteinn. 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...