Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Þungt hljóð í bændum
Fréttir 24. ágúst 2023

Þungt hljóð í bændum

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Það sem af er árlegri fundaferð Bændasamtaka Íslands með bændum um landið, hefur verið áberandi að þeir eru svartsýnir á starfsskilyrði stéttarinnar.

„Það sem brennur helst á bændum er endurskoðun búvörusamninganna,“ segir Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands. Hljóðið sé þungt í fólki varðandi starfsskilyrði landbúnaðarins.

„Það vantar 9–12 milljarða inn í greinina til að standa undir eðlilegum fjármagnskostnaði og launagreiðslugetu. Í endurskoðun búvörusamninga er horft til þess að ekkert nýtt fjármagn er að koma inn í samningana. Menn hafa ekki ofan í sig og á og staðan er grafalvarleg,“ segir hún og bætir við að bændur á Borgarnesfundi hafi til að mynda imprað á að mögulega væri komið að því að taka upp aðferðir Frakka og mæta með haugsugur á Austurvöll til mótmæla. „Umhverfismálin standa þó jafnvel upp úr á fundunum og að sjálfsögðu nýliðunin,“ segir Vigdís. Þá hafi talsvert verið rætt um lausagöngu sauðfjár.

Fundaferð Bændasamtakanna hófst 21. ágúst og var byrjað í Borgarnesi, þá haldið á Hvammstanga, í Skagafjörð, Eyjafjörð, á Breiðumýri og í Kelduhverfi. Þá var haldið austur fyrir og fundað á Eiðum. Í framhaldinu er efnt til funda á Mýrum, Kirkjubæjarklaustri, Hvolsvelli og Selfossi.

Yfirreiðinni lýkur á Vestfjörðum í mánaðarlok; á Ísafirði og Patreksfirði. Sjá dagsetningar HÉR.

Skylt efni: bændafundir

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f