Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Þróun bóluefnis á lokametrunum
Fréttir 18. júní 2019

Þróun bóluefnis á lokametrunum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sumarexem í hrossum sem seld eru til útlanda er viðvarandi vandamál hjá íslenskum hestum. Exemið er þekkt víða en verst er það þar sem mikið er um mý. Sveinn Steinarsson, formaður Félags hrossabænda, segir að vinna við að þróa bóluefnið hafi staðið vel á annan áratug.

„Í dag fær um það bil annað hvert hross sem flutt er út sumarexem og getur það bæði verið vægt eða þá mjög slæmt. Exemið er misjafnt eftir svæðum og mest þar sem mikið er af mýi.“

Ofnæmisviðbrögð hrossa skoðuð

„Þróun bóluefnisins hefur meðal annars falist í því að skoða hvernig ofnæmisviðbrögð hrossa eru og koma fram og hvernig er hægt að láta þau svara áreitinu rétt og framkalla ekki áreiti í húð sem veldur kláða.

Sveinn segir að alveg eins og menn geti hross haft ofnæmi en önnur verið laus við það eða sýnt lítils háttar viðbrögð og unnið svo á þeim. „Í slæmum tilfellum klóra hrossin sig til blóðs og það myndast sár.“

Efnið prófað við raunverulegar aðstæður

„Bóluefnið sem nú á að prófa virðist draga úr kláðanum en endanleg niðurstaða færst ekki fyrr en búið er að prófa efnið á svæði þar sem flugurnar eru algengar.“

Sveinn segir að ef bóluefnið standi undir væntingum verði hross fædd á Íslandi jafnsett íslenskum hrossum sem fædd eru erlendis. „Reyndin er sú að exem er þekkt í öllum hestakynum en í dag fær helmingur hrossa sem flutt eru út exem en einungis 15% af íslenskum hestum sem fæddir eru erlendis.“

Aukin velferð hrossa

„Það er okkar von að bóluefnið eigi eftir að auka vellíðan íslenskra hrossa erlendis og um leið auka möguleikann á að selja íslensk hross til útlanda. Ég tel að við séum komin á alveg nýjan stað í baráttunni við sumarexem í hrossum og nú verður að prófa bóluefnið svo það öðlist endanlega viðurkenningu,“ segir Sveinn Steinarsson, formaður Félags hrossabænda, að lokum. 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...