Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Þrjár skáldkonur
Líf og starf 20. desember 2022

Þrjár skáldkonur

Höfundur: Vilmundur Hansen

Skriða á Patreksfirði hefur sent frá sér þrjár bækur. Tvær ljóðabækur, Næturlýs og Spádómur fúl­eggsins og eina barna­bók, Með vindinum liggur leiðin heim.

Með vindinum liggur leiðin heim er barnabók eftir Auði Þórhallsdóttur. Töfrar lífsins gerast í lítilli vík í norðri þegar andarungar skríða úr eggjum. Andamamma brýnir fyrir börnum sínum hversu mikilvægt sé að halda hópinn en einn þeirra gleymir sér yfir undrum veraldar og týnist.

Gamall lífsreyndur hundur finnur ungann og með þeim tekst einstök vinátta. Þrátt fyrir að unginn finni öryggi og ást hjá hundinum og fjölskyldu hans þá býr innra með honum þrá eftir frelsi fuglanna. Bókin byggir á sannri sögu af vinskap hunds og andarunga.

Næturlýs er ljóðabók eftir Sigurbjörgu Friðriksdóttur. Þetta er þriðja ljóðabók höfunda og segir í kynningu að ljóðin séu myrk og meitluð og draga lesandann inn á svið þar sem öll skilningarvit eru virkjuð.

Spádómur fúleggsins er ljóðabók eftir Birtu Ósmann Þórhallsdóttur og jafnframt fyrsta ljóðabókin sem hún gefur út undir eigin nafni. Bókin fjallar um það að nema drauma, að nema tíma fugla, fiska og manna, að nema það sem kemur og hverfur. Birta hefur áður sent frá sér örsagnasafnið Einsamræður og hún hlaut Nýræktarstyrk Miðstöðvar íslenskra bókmennta árið 2016.

Skylt efni: bókaútgáfa

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f