Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Þórdís Erla Gunnarsdóttir stendur hjá Tíbrá, Kristbjörg Eyvindsdóttir heldur í Prýði og Gunnar Arnarson er með Vár.
Þórdís Erla Gunnarsdóttir stendur hjá Tíbrá, Kristbjörg Eyvindsdóttir heldur í Prýði og Gunnar Arnarson er með Vár.
Mynd / Aðsend
Fréttir 7. október 2024

Þrjár efstu frá sama bæ

Höfundur: Hulda Finnsdóttir

Fjórtán hryssur hljóta heiðursverðlaun fyrir afkvæmi í ár. Þrjár efstu hryssurnar, Tíbrá, Prýði og Vár, eru allar frá Auðsholtshjáleigu, ræktaðar af Gunnari Arnarsyni og Kristbjörgu Eyvindsdóttur.

Árið 2011 léku þau Gunnar og Kristbjörg sama leik, þ.e. áttu þrjár efstu heiðursverðlaunahryssur ársins, þær Gígju, Trú og Vordísi. Þær Tíbrá og Vár eru að feta í sömu fótspor mæðra sinna en Tíbrá er undan Trú og Vár er undan Vordísi.

Efsta hryssan í ár er Tíbrá frá Auðsholtshjáleigu og hlýtur hún Glettubikarinn. Tíbrá er undan Gára og Trú frá Auðsholtshjáleigu en þau bæði hlutu heiðursverðlaun fyrir afkvæmi á sínum tíma. Hæst dæmda afkvæmi hennar er Hljómur frá Auðsholtshjáleigu sem er með hæst dæmdu sex vetra stóðhestum ársins með 8,69 í aðaleinkunn. Önnur í röðinni er Prýði undan Kvist frá Skagaströnd og Perlu frá Ölvaldsstöðum. Hæst dæmda afkvæmi hennar er Valdís frá Auðsholtshjáleigu en Valdís er eina hrossið sem hefur hlotið 10 fyrir höfuð og er hún með 8,60 í aðaleinkunn í kynbótadómi. Vár er þriðja í röðinni en hún er undan Spuna frá Miðsitju og Vordísi frá Auðsholtshjáleigu. Viðar frá Skör, hæst dæmdi íslenski hesturinn með 9,04 í aðaleinkunn, er undan Vár og Hrannari frá Flugumýri II.

„Þetta er ótrúlega gaman, við vorum að vona að við næðum þeim áfanga aftur að eignast þrjár heiðursverðlaunahryssur á sama árinu, en að þær yrðu efstu hryssurnar var algjör bónus. Við reiknuðum ekki með því árið 2011 að ná þessu aftur,“ segir Kristbjörg. Hún segir samspil margra þátta þurfa að ganga upp til að ná árangri í hrossarækt.

„Það er erfitt að segja hvernig maður nær svona árangri, það þarf margt að hjálpast að. Það þarf að rækta góð hross, þau þurfa gott atlæti og uppeldi, fjöldi afkvæma þarf að vera nægur, góðir tamningamenn og knapar, það þarf einfaldlega allt að ganga upp og slatta af heppni.“

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...