Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Handhafar landgræðsluverðlaunanna 2023 ásamt landgræðslustjóra og matvælaráðherra. F.v.: Árni Bragason landgræðslustjóri, Hildur Guðbjörg Kristjánsdóttir hjá Midgard, Þröstur Magnússon, formaður Skógræktarfélags Kópavogs og Kristinn H. Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Kópavogs, Októ Einarsson og Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra.
Handhafar landgræðsluverðlaunanna 2023 ásamt landgræðslustjóra og matvælaráðherra. F.v.: Árni Bragason landgræðslustjóri, Hildur Guðbjörg Kristjánsdóttir hjá Midgard, Þröstur Magnússon, formaður Skógræktarfélags Kópavogs og Kristinn H. Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Kópavogs, Októ Einarsson og Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra.
Mynd / Áskell Þórisson
Fréttir 9. júní 2023

Þrír handhafar landgræðsluverðlauna

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Októ Einarsson, Skógræktarfélag Kópavogs og ferðaþjónustufyrirtækið Midgard eru handhafar landgræðsluverðlaunanna 2023.

Á dögunum veitti Landgræðslan árleg landgræðsluverðlaun en þau hlutu þrír aðilar sem á ólíkan hátt hafa stuðlað að landgræðslu.

Landeigandi jarðanna Heiðarlækjar og Heiðarbrekku á Rangár- völlum, Októ Einarsson, hlaut verðlaun með því að sýna mikið frumkvæði og vera fyrirmynd annarra landeigenda í landgræðslu að því er fram kemur í umsögn Landgræðslunnar. Októ hefur unnið að því að græða jarðir sínar um árabil en þær eru illa farnar sökum jarðvegsrofs og hefur nú unnið á um 200 hektara svæði en markmið hans er að koma í veg fyrir frekari eyðingu gróðurs og jarðvegs, mynda sjálfbæra gróðurþekju og síðar skóglendi.

Kristinn H. Þorsteinsson, framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Kópavogs, voru afhent verðlaunin fyrir hönd félagsins og verkefnis um endurheimt birkivistkerfa, sem snýr að söfnun og sáningu birkifræja. Verkefnið hófst vorið 2020 og er markmið þess að efla útbreiðslu birkiskóga með landsátaki við söfnun og dreifingu fræja. Í umsögn Landgræðslunnar segir að Skógræktarfélag Kópavogs, með Kristinn í fararbroddi, hafi borið hitann og þungann af vinnu við framkvæmd verkefnisins.

Þá hlaut ferðaþjónustufyrirtækið Midgard í Rangárþingi eystra verðlaun fyrir skýr umhverfismark- mið í tengslum við nýtingu lands í ferðaþjónustu og áherslu á umhverfis fræðslu til starfsfólks og ferðamanna. Í umsögn Landgræðslunnar segir að ferðaþjónusta sé ein tegund landnýtingar og í ljósi vaxandi ferðamennsku á Íslandi sé mikilvægt að gefa henni gaum. Í rekstri sínum hefur Midgard lagt áherslu á um- hverfismál, s.s. minni matarsóun, fræðslu nemendahópa og eflingu umhverfisvitundar starfsfólks.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...