Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Hálfdán Óskarsson, framkvæmdastjóri Örnu. Í september hófst umfangsmikil dreifing á skyri fyrirtækisins í Frakklandi.
Hálfdán Óskarsson, framkvæmdastjóri Örnu. Í september hófst umfangsmikil dreifing á skyri fyrirtækisins í Frakklandi.
Fréttir 5. desember 2022

Þreifingar hafnar um útflutning

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Mjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hóf nýlega framleiðslu á hafrajógúrt og hafraskyri undir vöruheitinu Vera Örnudóttir. Hálfdán Óskarsson, framkvæmdastjóri Örnu, segir mikla eftirspurn eftir hafravörum skapa gífurleg tækifæri fyrir bændur í hafrarækt.

Hafravöruframleiðsla Örnu telur í dag tvo vöruflokka; hafraskyr í þremur bragðtegundum og hafrajógúrt í fjórum. Vörur Veru eru eingöngu gerðar úr höfrum og 100% vegan hráefnum. Þær eru komnar í dreifingu í matvörubúðir víða um land og segir Hálfdán viðbrögðin lofa góðu.

Hann segir að af þeim vegan vörum sem þjóna eigi sem staðgengill mjólkurvara séu hafravörur í örustum vexti á heimsvísu. Hafrar séu almennt með minna umhverfisspor en flest önnur staðgengilshráefni og þannig falli þeir vel að þörfum þeirra sem eru grænkerar af umhverfisástæðum.

Umfang innflutnings á höfrum til vinnslu hafravara Örnu nemur tugi tonna á mánuði.
Flytja inn tugi tonna af höfrum á mánuði

Þeir hafrar sem notaðir eru í vörur Veru Örnudóttur eru enn sem komið er innfluttir og er umfang innflutningsins nú í blábyrjun framleiðslunnar tugir tonna á mánuði.

„Við fáum hafra frá Svíþjóð og Finnlandi fullunna, þannig við getum unnið þá í mjólkurbasa. Við höfum verið í samstarfi við Sandhól sem hafa sýnt mikinn áhuga á að koma sér upp aðstæðum til að fullvinna hafrana svo þeir standi okkur til boða,“ segir Hálfdán en samstarfsverkefni Örnu og Sandhóls er styrkt af Matvælasjóði.

Hann segir framtíðarsýnina miða við að nýta sem mest íslenskra hafra í framleiðsluna, um leið og þeir verði fáanlegir. Viðbrögð neytenda við vörunni muni leiða í ljós umfang framleiðslunnar en augljóst er að mikil tækifæri liggi í aukinni hafrarækt og fullvinnslu þeirra hér á landi.

Hafrar voru framleiddir á 109 ha svæði árið 2021 og hefur umfangið minnkað örlítið síðastliðin tvö ár – því árið 2019 voru skráðir hektarar lands undir hafrarækt 170. Flestir rækta hafra í fóður en Sandhóll er eini íslenski framleiðandinn sem ræktar hafra markvisst til manneldis.

Útrás Örnu

Þótt vörur Veru Örnudóttur séu eingöngu að stíga sín fyrstu skref eru strax hafnar þreifingar með útflutning hafravaranna t.a.m. innan Bretlands.

Arna hefur í tæpan áratug sérhæft sig í framleiðslu á mjólkurvörum án laktósa með eftirtektarverðum árangri. Í sumar var greint frá því að fyrirtækið væri í samstarfi við mjólkurvinnslu í Bandaríkjunum um framleiðslu og sölu vara þar í landi.

Í september hófst svo umfangsmikil dreifing á skyri frá Örnu í um 330 verslunum Grand Frais í Frakklandi.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...