Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Þórukot
Bóndinn 16. apríl 2014

Þórukot

Pétur Þröstur Baldursson og Anna Birna Þorsteinsdóttir keyptu jörðina Þórukot í Víðidal 1. janúar 1997 af föður Péturs, Baldri Skarphéðinssyni. Við höfum fækkað fénu og seldum sauðfjárkvótann og aukið við mjólkurframleiðsluna og fjölgað kúnum.
 
Býli: Þórukot.
 
Staðsett í sveit: Víðidal í Húnaþingi vestra.
 
Ábúendur: Pétur Þröstur Baldursson og Anna Birna Þorsteinsdóttir.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): 
Við hjónin, dóttir og tveir synir. Rakel Sunna 19 ára sem er í Fjölbrautaskólanum á Selfossi, Róbert Máni 15 ára og Friðbert Dagur 13 ára ásamt hundinum Óliver og þremur fjósköttum. 
 
Stærð jarðar? 
Jörðin er um 300 ha.
 
Tegund býlis? 
Mjólkurframleiðsla auk smá sparifjár og hrossa.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? 
Um 25 mjólkurkýr, 25-30 kvígur og kálfar, 60 kindur og 20 hross.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? 
Ýtt er á klukkuna um 7 leytið, drengirnir eru þá vaktir fyrir skólann og kemur skólabíll rétt fyrir 8. Húsbóndinn fer þá í fjósið að mjólka og sinnir gegningum auk annara verka á býlinu og/eða verktakavinnu fyrir aðra bændur í sveitinni (á sumrin, áburðardreifing og rúllun) fram að fjósmjöltum um kvöldið. Húsfrúin fer í sína vinnu að Sveitasetrinu Gauksmýri um klukkan 9.00 en reynir að taka eins mikinn þátt í bústörfum eins og hún getur. 
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? 
Öll störfin eru skemmtileg að vissu marki, þau geta líka verið leiðinleg ef hlutirnir ganga ekki upp. Að búa í sveit er lífsstíll og að vissu leyti aðlagar maður sig að rútínu og gerir það skemmtilegt. 
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir 5 ár? 
Við þurfum að stækka mjólkurframleiðsluna til að geta framleitt meira og að aðbúnaðurinn sé sem bestur.
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Allt er breytingum háð. 
 
Hvernig mun íslenskum land­búnaði vegna í framtíðinni? 
Hann mun blómstra áfram um ókomna framtíð.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? 
Með því að viðhalda hreinleika íslensku búfjárafurðanna munum við verða sterkari á þessum vettvangi. 
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? 
Ísköld mjólk beint úr mjólkurtanknum fyrir drengina út á morgunkornið ásamt Létt og laggott meðólífu og rjómi frá MS.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? 
Lambakjötið klikkar ekki, annars er það kjúllinn hjá konunni það besta (öðru nafni skíthoppari hjá valinkunnum nágrönnum okkar í sveitinni).
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? 
Þegar við skiptum alfarið yfir í rúlluheytæknina á þriðja ári okkar við búskapinn og endurnýjuðum neysluvatnið 2007, fórum þá í vatnsveitu frá næsta bæ við okkur og bæði menn og skepnur stórgræddu á því.

4 myndir:

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...