Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Þorskur og ýsa færa sig norðar og smokkfiskur veiðist í meira mæli
Fréttir 23. nóvember 2017

Þorskur og ýsa færa sig norðar og smokkfiskur veiðist í meira mæli

Höfundur: Vilmundur Hansen

Rannsóknir sína að fiskgengd í hafinu umhverfis Bretlandseyjar er að breytast. Þorskur og ýsa eru að færast norðar og tegundum úr hlýrri sjó fjölgar. Breytingarnar stafa af hlýnun sjávar.

Niðurstaða hóps breskra haf- og fiskifræðinga er að hraðar breytingar séu að verða á lífríkinu í hafinu umhverfis Bretlandseyjar. Svo miklar er talið að breytingarnar verði að Bretar þurfi að aðlagast og fara að hugsa fiskneyslu sína upp á nýtt.

Samkvæmt niðurstöðu hópsins geta tegundirnar sem nú sækja í sjóinn valdið miklu tjóni á núverandi lífríki. Dæmi um það er skeldýrstegund, Crepidula fornicata, sem leggst á krækling og ostrur af miklum krafti. Á móti kemur að aðrar tegundir skeldýra sem leita í heitari sjó geta orðið framtíðarafl breskra sjómanna.

Bolfiskar, eins og þorskur og ýsa, geta hæglega flutt sig norðar í kaldari sjó en flatfiskar, eins og sólkoli og rauðspretta, eiga aftur á móti erfiðara með það og geta orðið undir í samkeppninni. Nú þegar er smokkfiskur og sardínur farnin að sjást í auknum mæli í afla sjómanna í kringum Bretlandseyjar.

Samkvæmt mælingum síðustu þrjátíu ára hefur sjórinn í kringum Bretlandseyjar hækkað um 1,5° á Celsíus og eru breytingarnar raktar til hnattrænnar hlýnunar vegna gróðurhúsaáhrifanna. Hækki sjávarhiti við Bretlandseyjar áfram með sama hraða, eins og talið er, mun hitastig hans eftir nokkra áratugi verða svipað og það var við Portúgal í dag og lífríki þess í samræmi við það.

Áhrif hlýnunar sjávar hafa og munu halda áfram að hafa áhrif til breytinga á lífríki sjávar við Ísland. Nú þegar hefur loðna leitað norðar í kaldari sjó auk þess sem tegundir eins og ýsa, kolmunni, ufsi, síld og skötuselur, sem bundnar hafa verið við suður- og suðvesturströndina, hafa fundist í auknum mæli við norðan- og norðaustanvert landið. Þá hefur makríll leitað í auknum mæli í sjóinn við Ísland í fæðuleit. 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...